Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Dæmd snoppufríðasti íslenski hestur í heimi
Mynd / Kristbjörg Eyvindsdóttir
Fréttir 18. júní 2020

Dæmd snoppufríðasti íslenski hestur í heimi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sá sögulegi viðburður gerðist á dögunum að hryssan Valdís frá Auðsholtshjáleigu í Ölfusi fékk einkunnina 10,0 fyrir höfuð á kynbótasýningu á Gaddstaða­flötum við Hellu.

Dómnefndin var skipuð þremur kynbótadómurum, en það voru þeir Eyþór Einarsson, Friðrik Sigurðsson og Arnar Bjarki Sigurðsson. Valdís er undan Skaganum frá Skipaskaga og Prýði frá Auðsholtshjáleigu. Hún er ræktuð af Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur og er í eigu Gunnars Arnarsonar ehf. Hún fór í kynbótadóm á Hellu í vikunni og náði þeim árangri meðal annars að hljóta 10,0 fyrir höfuð.

Valdís kom í heiminn fyrir fjórum árum en mamma hennar, Prýði, hefur fengið 9,5 í einkunn fyrir höfuð. 

„Það leyndi sér ekki strax við köstun að hér var fríðleiks trippi og gæðingsefni fætt. Hún var einstaklega ljúf, næm og hæfileikarík strax í byrjun tamningar. Við gerðum okkur vonir um að Valdís gæti skorað hátt fyrir höfuð áður en í dóm var farið. Fyrir nokkrum vikum voru þær hlið við hlið í hesthúsinu, mæðgurnar Valdís og Prýði. Móðirin Prýði er með 9,5 fyrir höfuð. Þar sem þær stóðu hlið við hlið fannst okkur sú yngri enn fríðari, nánast með hið fullkomna höfuð.

Það var ótrúlega gaman að heyra dómarana gefa henni einkunnina 10,0 og ekki skemmdi fyrir að hún væri fyrsta íslenska hrossið í heiminum til að hljóta þessa einkunn í kynbótadómi,“ segja stoltir ræktendur og eigendur hryssunnar. 


Skylt efni: Hestamenn | hestamennska

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...