Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Daði Már Kristófersson, prófessor við Hagfræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og aðstorðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Daði Már Kristófersson, prófessor við Hagfræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og aðstorðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fréttir 24. nóvember 2020

Daði Már settur aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskóli Íslands undirrituðu í gær samning um að dr. Daði Már Kristófersson, prófessor við Hagfræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands, gegni starfi aðstoðarrektors við Landbúnaðarháskóla Íslands tímabundið út þetta skólaár. Daði Már mun sinna starfinu í 50% starfshlutfalli og áfram gegna 50% starfsskyldum sem prófessor við Hagfræðideild.

Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands segir: „Það er mikill fengur fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands að fá Daða Má til starfa sem aðstoðarrektor. Á þessu skólaári er áhersla lögð á gæðamál skólans í kjölfarið á nýrri stefnu sem samþykkt var á síðasta ári. Unnið er að eflingu náms og kennslu og alþjóðlegu og innlendu samstarfi. Þá er undirbúningur að gæðaúttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla hafinn og mun Daði Már styðja við nýjar fagdeildir sem eru að fara í gegnum slíka úttekt í fyrsta sinn,“ segir Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.

Ég er afar spenntur fyrir því tækifæri að fá að taka þátt í starfi Landbúnaðarháskólans. Ég á marga góða kollega við skólann og ber sterkar taugar til hans enda fyrrverandi nemandi. Ég hlakka til þess að takast á við þetta verkefni. Margar af stærstu áskorunum samtímans eru innan fræðasviðs skólans sem fela í sér miklar áskoranir en einnig mikla sóknarmöguleika,“ segir Daði Már. Daði Már lét af störfum sem sviðsforseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands í sumar eftir að hafa gegnt því embætti í sjö ár.

Landbúnaðarháskóli Íslands er náinn samstarfsskóli Háskóla Íslands. Það er afar gott að þessir samstarfsskólar skiptist á starfsfólki þegar það hentar. Daði Már er reynslumikill fyrrverandi fræðasviðsforseti við Háskóla Íslands. Ég veit að hann mun í hlutastarfi skila góðu starfi sem aðstoðarrektor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ég óska honum og Landbúnaðarháskólanum velfarnaðar,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f