Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Covid og kannabis
Fréttir 2. febrúar 2022

Covid og kannabis

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Samkvæmt nýlegum rannsóknum vísindamanna Oregon State-háskóla Bandaríkjanna, hefur komið fram að efnasambönd hampplöntunnar geti mögulega komið í veg fyrir útbreiðslu veirunnar Covid-19.

Efnasamböndin cannabigerolic sýra, eða CBGA, og cannabidiolic sýra, eða CBDA, geti með því að bindast gaddapróteinum SARS-CoV-2 veirunnar sem veldur Covid-19, minnkað möguleika eða jafnvel komið í veg fyrir framgengi smita og sýkingu.

(SARS stendur fyrir Severe Acute Respiratory Syndrome, eða á íslensku; heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu.)
Rannsókninni er stýrt af vísindamanninum Richard van Breemen, en hann telur gögn er komið hafa fram sýna jákvæð áhrif CBDA og CBGA gegn þeim tveimur afbrigðum Covid-veirunnar sem rannsökuð voru – og vonast sé til þess að sú virkni nái til annarra núverandi og framtíðarafbrigða.

Þótt frekari rannsókna sé þörf lítur út fyrir að hægt sé að þróa lyf sem kemur þá í veg fyrir eða meðhöndlar Covid-19 með því að hindra inngöngu veirunnar og jafnvel í bland við bólusetningar ætti sú meðferð að verða til þess að aðstæður verði veirunni afar krefjandi. Van Breemen tekur fram að enn geti þó ónæm afbrigði komið upp en líklegt sé að þau eigi þá erfitt með að dreifa sér.

Nánari upplýsingar má lesa á vefsíðu Forbes, www.forbes.com og ef lesendur eru forvitnir um jákvæð áhrif kannabisplöntunnar í tengslum við Covid-19 má sjá grein á vefsíðu Open Access Government www.openaccessgovernment.org, sem sett var inn fyrir ári síðan.

Skylt efni: Covid kannabis

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...