Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikil saga, hefð og þekking er á bak við vélaframleiðslu í bænum St. Valentin í norðausturhluta Austurríkis.
Mikil saga, hefð og þekking er á bak við vélaframleiðslu í bænum St. Valentin í norðausturhluta Austurríkis.
Fréttir 13. janúar 2022

CNH Industrial besta alþjóðlega starfandi fyrirtækið í Austurríki annað árið í röð

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Leiðandi fyrirtæki í Austurríki hafa valið dráttarvéla­fram­leiðandann CNH Industrial Austria, móðurfélag Case IH og STEYR, sem besta alþjóðlega starfa­ndi fyrirtækið 2021.

CNH Industrial vann verðlaunin líka árið 2020 og er þetta sagt undirstrika stöðu Case í landinu undir kjörorðunum „Austurrísk gæðaframleiðsla“, eða „Quality made in Austria“.

IH og STEYR dráttarvélar eru fram­leidd­ar í St. Valentin í Niederöster­reich „Neðra Austur­ríki“, sem er í norðausturhluta lands­ins.

Keppnin er viðurkennd sem mikilvægasta viðskiptakeppni landsins og er skipulögð af Pricewater­house Coopers (PwC), austurríska dagblaðinu „Die Presse“ og fjármálagagnaveitunni KSV1870.

Stór hluti af 750 starfsmönnum í verksmiðju CNH Industrial í St. Valentin í Austurríki eru bændur sem þar starfa í hlutastarfi.

Með áherslu á útflutning

„Alþjóðlegi“ keppnisflokkurinn er opinn fyrirtækjum með alþjóðlega uppbyggingu, viðskiptamódel og virðiskeðju/viðskiptavinaskipulag. Þeir verða að framleiða vörur eða þjónustu sem skipta máli á heimsmarkaði, þar sem útflutningur er umtalsverður hluti framleiðslunnar, og hafa erlend útibú.

Verksmiðjan í St. Valentin framleiðir Case IH og STEYR dráttarvélar fyrir viðskiptavini í Evrópu, Afríku, Mið-Austur­lönd­um, Asíu og í kringum Kyrra­hafið.

Í St. Valentin er löng saga og hefð fyrir nýstárlegri landbúnaðartækni, sem og metnaðarfullri og háþróaðri framleiðslutækni. CNH Industrial byggir á sérfræðiþekkingu og ástríðu 750 starfsmanna sinna, en hátt hlutfall þeirra eru bændur sem sem eru í hlutastarfi í verksmiðjunni. Síðan verksmiðjan var opnuð árið 1947 hafa verið í framleiðslu margar mismunandi vörulínur og dráttarvélagerðir, þar á meðal Case IH Optum CVXDrive, Puma Series, Maxxum Series og Luxxum dráttarvélar, ásamt STEYR Absolut CVT, Terrus CVT, Impuls CVT, Profi Series og Multi models.

Regnhlíf margra tegunda

CNH Industrial er regn­hlífar­fyrirtæki yfir fjölda þekkra merkja í landbúnaðartækjum, vinnuvélum, og atvinnubílum. Þar má nefna dráttarvélategundirnar New Holland, Case IH, Case Construction og Steyr, bifreiðaframleiðslufyrirtækin IVECO, Iveco Astra, Iveco Bus, Iveco defence vehicles, Heuliez Bus, Magirus slökkvibíla og vélaframleiðslufyrirtækið FPT. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...