Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Helgi við Centaurinn, merkilegu dráttarvélina sem hann gerði upp af sinni alkunnu snilld. Eitt af því sem er sérstætt við þessa „liðstýrðu vél“ er að bremsur fyrirfinnast ekki á henni og það þarf að snúa henni í gang.
Kristján Helgi við Centaurinn, merkilegu dráttarvélina sem hann gerði upp af sinni alkunnu snilld. Eitt af því sem er sérstætt við þessa „liðstýrðu vél“ er að bremsur fyrirfinnast ekki á henni og það þarf að snúa henni í gang.
Líf og starf 25. nóvember 2021

Centaur-dráttarvél, árgerð 1934 er komin til Hvanneyrar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það var hátíðarstund á Land­búnaðar­safni Íslands á Hvanneyri laugardaginn 6. nóvember þegar Kristján Helgi Bjartmarsson þúsund­þjalasmiður kom með Centaur-dráttarvél á kerru á Hvann­eyri og færði safninu vélina til varðveislu.

Kristján Helgi hefur notað síðustu sjö ár við að gera vélina upp en hún var í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Dráttarvélin, sem hafði það hlutverk að leysa íslenska hestinn af hólmi í störfum sínum, kom fyrst að bænum Jódísarstöðum í Eyjafirði 1934 en fór síðan á Mælifell í Skagafirði þar sem Kristján Helgi ólst upp.

„Það er ómetanlegt fyrir söfnin að eiga slíka hagleiksmenn að eins og Kristján Helga, sem vinna óeigingjarnt starf til varðveislu tækniminja landsins,“ segir RagnhildurHelga Jónsdóttir, forstöðumaður safnsins.

Kristján Helgi og Ragnhildur tókust formlega í hendur eftir að vélin hafði verið afhent Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri.

Áður en vélin var sett inn á sinn stað í Halldórsfjósi fengu nokkrir að aka henni á hlaðinu á Hvanneyri, þeirra á meðal var Ragnhildur Helga. Þess má geta að Kristján Helgi hélt skrá yfir vinnu við Centaurinn og skilaði Þjóðminjasafninu skýrslu um framvindu og lok uppgerðarinnar. Ótal myndir, bæði fyrir og eftir viðgerð fylgdu skýrslunni. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f