Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Carlsberg setur afarkosti
Utan úr heimi 12. júní 2024

Carlsberg setur afarkosti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Danski bjórframleiðandinn Carlsberg stefnir á að þrjátíu prósent hráefnisins í þeirra framleiðslu komi frá vistvænni framleiðslu fyrir árið 2030 og að öllu leyti árið 2040.

Þetta er ein af þeim leiðum sem Carlsberg ætlar að fara til að minnka kolefnislosun sína. Framkvæmdastjórinn segir að fyrirtækið muni kaupa vistvænt korn, sama hvort það sé framleitt í Danmörku eða ekki. Því vilji hann hvetja áhrifamenn í landbúnaðinum og stjórnkerfinu til að opna augun fyrir möguleikunum. Landbrugsavisen greinir frá.

Nú þurfi allar hendur á dekk, því stærstu matvælaframleiðendur heimsins, hvort sem það eru Mars, Nestlé, Unilever eða Carlsberg, leggi áherslu á það sama – vistvæna landbúnaðarframleiðslu.

Landbrug & Fødevarer, samtök bænda og afurðastöðva í Danmörku, taka vel í þessa afstöðu. Þrýstingur frá stórum fyrirtækjum eins og Carlsberg geti verið drifkrafturinn í því að breiða út vistvæna búskaparhætti í landinu, en samtökin hafa sett sér það markmið að danskur landbúnaður verði kolefnishlutlaus árið 2050.

Nú þegar séu verkferlarnir til staðar og ættu danskir bændur að geta aðlagað sig að breyttum kröfum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...