Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Býlum fækkar hratt
Mynd / Pixabay
Utan úr heimi 20. júní 2025

Býlum fækkar hratt

Höfundur: Þröstur Helgason

Á fyrsta ársfjórðungi líðandi árs var stofnað til nýs búrekstrar á 805 býlum á Bretlandi en á sama tímabili var búrekstri hætt á 1.890 býlum.

Bretar líta svo á að um sé að ræða verstu kreppu sem þarlendur landbúnaður hefur gengið í gegnum lengi en samdrátturinn er meiri þar en í nokkurri annarri atvinnugrein. Farminguk.com segir frá.

Þessar tölur þýða að fjöldi nýbýla er einungis tæplega helmingur af þeim býlum sem hætta rekstri. Í atvinnugreinum á borð við fasteignaviðskipti, fjármálaþjónustu, mennta- og heilbrigðismálum, þá eru ný fyrirtæki um það bil helmingi fleiri en þau sem leggja upp laupana.

Bankastjóri Cynergy Bank, sem tók tölurnar saman, segir að þetta séu sérlega slæmar fréttir fyrir landsbyggðina á Bretlandseyjum: „Um leið og endurnýjunin er lítil í atvinnugreininni, þá takast bændur á við aukinn kostnað í rekstri, skort á vinnuafli og yfirvofandi breytingar á lögum um erfðaskatt.“

Með þeim breytingum munu bændur ekki geta arfleitt börn sín að býlum sínum skattfrjálst lengur, nema býlin séu verðmetin undir 1 milljón sterlingspunda eða ríflega 170 milljónir kr. Býli sem kosta meira fá á sig 20% erfðaskatt.

Skylt efni: Bretland

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...