Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Árni Braga­son landgræðslustjóri, Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúru­rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Árni Braga­son landgræðslustjóri, Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúru­rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Mynd / Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Fréttir 3. ágúst 2021

Byggja upp gestastofu í Vatnajökulsþjóðgarði þar sem áður var hótel

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Uppbygging gestastofu Vatna­jökulsþjóðgarðs á Skútustöðum í Mývatnssveit er hafin. Ríkið keypti í upphafi árs fasteignina Hótel Gíg sem þar er og gegndi upphaflega hlutverki barnaskólasveitarinnar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hóf verkefnið formlega en í stað hefðbundinnar skóflustungu tók hann, ásamt forstjórum fjögurra stofnana og sveitarstjóra í Skútustaðahreppi, sér verkfæri í hönd og tóku niður hurðir á því sem áður voru hótelherbergi, en verða í framtíðinni skrifstofurými fyrir stofnanirnar.

Nýjar hjarir á öðrum stað

Hurðunum hafa þegar verið fundnar nýjar hjarir á öðrum stað í Mývatnssveit, í anda hringrásarhagkerfisins að því er fram kemur á vef ráðuneytisins. Að breytingunum loknum mun Gígur hýsa gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit, auk starfsaðstöðu fyrir starfsfólk þjóðgarðsins og þriggja annarra stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins; Umhverfisstofnunar, Landgræðslunnar og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (Ramý).


Allt kapp hefur verið lagt á að nýta innréttingar og innanstokksmuni í húsinu ellegar finna þeim nýjan stað eða nýtt hlutverk annars staðar. Húsið, sem áður hýsti Skútustaðaskóla, stendur á einstökum útsýnisstað við Mývatn og þóttu kaup á því hagstæður kostur fyrir ríkissjóð sem gætu um leið skapað tækifæri í Mývatnssveit. Skútustaðahreppur hefur áform um að nýta hluta af húsnæðinu undir atvinnuskapandi nýsköpun og þekkingarsetur.

Einnig gefst möguleiki á að útbúa þar starfsaðstöðu fyrir opinber störf án staðsetningar, t.d. á vegum annarra stofnana ríkisins, háskóla og rannsóknaraðila.

Starfsstöðvar þjóðgarðsins á sex stöðum

Í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er kveðið á um lögbundin áform ríkisins um að halda úti sex meginstarfsstöðvum þjóðgarðsins sem mynda þjónustunet. Þegar hafa meginstarfsstöðvar í Ásbyrgi, Skaftafelli, á Skriðuklaustri og Hornafirði verið settar á laggirnar og bygging meginstarfsstöðvar á Kirkjubæjarklaustri er hafin. Með uppbyggingu gestastofu í Mývatnssveit er því búið að fullnusta uppbyggingu þessa mikilvæga þjónustunets Vatnajökulsþjóðgarðs.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...