Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Haraldur Þór Jónsson segir nýju íþróttamiðstöðina vera eina af stærstu framkvæmdunum í sögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Íbúar sveitarfélagsins eru um 620 talsins.
Haraldur Þór Jónsson segir nýju íþróttamiðstöðina vera eina af stærstu framkvæmdunum í sögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Íbúar sveitarfélagsins eru um 620 talsins.
Mynd / mhh
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem verður ein stærsta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins.

Húsið verður samtals 3.618 fermetrar að stærð og í því verða íþróttasalur, búningsklefar, matsalur, skrifstofuaðstaða og líkamsræktaraðstaða, ásamt því að gert er ráð fyrir að byggð verði sundlaug við húsið. „Þetta mun gjörbylta aðstöðu til íþróttaiðkunar ásamt því að skapa forsendur fyrir samfellu í skóla-, frístunda- og íþróttastarfi,“ segir Haraldur Þór Jónsson oddviti. Hann gerir jafnframt ráð fyrir að byggingin muni nýtast sem samkomustaður fyrir stóra viðburði í sveitinni.

Efri hæðin er 900 fermetrar og nýtist sem skrifstofuaðstaða fyrir sveitarfélagið. Þar verður jafnframt fyrirtækjakjarni þar sem fyrirtæki og einyrkjar geta verið með skrifstofuaðstöðu. Matsalur verður á jarðhæð hússins sem mun nýtast öllum starfsmönnum í húsinu ásamt nemendum og kennurum við Þjórsárskóla.

„Við höfum tekið ákvörðun um að reisa húsið og koma íþróttasal og búningsklefum í notkun í fyrsta áfanga. Við munum ekki taka ákvörðun um að byggja sundlaugina fyrr en húsið er komið í notkun, við viljum vera viss um að fjárhagsáætlunin hafi gengið eftir og fjárhagurinn sé sterkur,” bætir Haraldur við. Vonast er til að fyrsti áfangi hússins verði tilbúinn næsta vor.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...