Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun
Fréttir 14. október 2021

Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Góður gangur hefur verið í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi frá því að fram­kvæmdir hófust þar í fyrrasumar.

Byggingin er nú ­fokheld og innivinna hafin. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun standa að byggingu þjónustumiðstöðvarinnar sem rís í Þjóðgarði Snæfellsjökuls á Hellissandi.

Byggingin mun hýsa þjón­ustu­miðstöð þjóðgarðsins með sýningar- og kennsluaðstöðu, auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði, alls um 710 m2.

Byggingin samanstendur af tveimur meginbyggingum sem tengjast saman með miðrými. Önnur byggingin hýsir umsýslu fyrir daglegan rekstur þjóðgarðsins en hin starfsemi sem snýr að kennslu, fræðslu og upplýsingastarfi á hans vegum.

Verktakafyrirtækið Húsheild bauð lægst í byggingu Þjóðgarðs­miðstöðvarinnar í útboði sumarið 2020. Tilboð þess var um 420 milljónir króna, en kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins hljóðaði upp á 475 milljónir króna. Greint er frá gangi mála við bygginguna á vefsíðu Framkvæmdasýslunnar.

Flókið verkefni

Þar kemur einnig fram í máli Ólafs Ragnarssonar, annars eigenda Húsheildar, að framkvæmdir séu jafnvel aðeins á undan áætlun. Hann segir bygginguna einstaklega fallega og þrátt fyrir að vel gangi þá sé verk­efnið flókið. Byggingin sé í laginu eins og skip sem kalli á flókið stálburðarvirki sem kostuðu heilabrot í hönnun, smíði og uppsetningu.
Starfsemi Þjóðgarðsmiðstöðvar­innar getur hafist í hinu nýja húsnæði næsta sumar, en gert er ráð fyrir að verktaki skili húsinu í júní árið 2022.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f