Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Bygggras sem valkostur
Fréttir 9. júlí 2014

Bygggras sem valkostur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrirtækið Fóðurlausnir var stofnað í desember 2013. Það sérhæfir sig í sölu á fóðurkerfum sem gerir bændum kleyft að rækta bygggras allan ársins hring – í sérstaklega einangruðum gámum.

Erna Sif Smáradóttir er framkvæmdastjóri Fóðurlausna. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á lífrænni ræktun og sjálfbærni – og hef starfað á þeim vettvangi hér á landi og erlendis. Mér hefur fundist sorglegt hvernig við fóðra skepnurnar okkar hérna heima á erfðarbreyttu korni í formi fóðurbætis, sem ekkert endilega hentar meltingarkerfi grasbíta. Þegar ég rakst á þetta ástralska fyrirtæki fannst mér tilvalið að reyna að ná samningum við það og hefja innflutning á fóðurkerfunum sem gera bændum kleyft að rækta sitt eigið gras allan ársins hring óháð veðri – sér í lagi eftir að heyskortur fór að vera viðvarandi um land allt í kjölfar kala í túnum og eyjafjallagossins,“ segir Erna um tildrög þess að fyrirtækið var stofnað.

Kerfin bjóða upp á möguleika á lífrænni ræktun

Að sögn Ernu bjóða kerfin upp á mikinn sparnað fyrir bændur. „Ef við tökum dæmi um kúabónda sem gefur mikið þurrfóður eins og fóðurbæti eða bygg. Sá getur með því að sá átta kg af byggi framleitt 50 kg af bygggrasi á dag og margfaldað magnið í gæða grænfóðri, með hæstu mögulegu fóðureinginum á kílógrammið, sem hann væri annars að gefa í þurrfóðri. Við flytjum inn byggfræ sem er með mjög hátt spírunarhlutfall og myndar góða rótarmottu – sem er sterkjuríkt og fallegt gras og mjög próteinríkt. Við bjóðum bæði upp á korn ræktað eftir hefðbundnum leiðum, en einnig lífrænt ræktað byggfræ – og aukum þannig möguleika bænda á lífrænum búskap. Við höfum einnig gert samning við fyrirtæki sem framleiðir 100 prósent lífrænan áburð og steinefni fyrir skepnur sem er væntanleg viðbót við vöruúrvalið okkar. Áburðurinn inniheldur 85-92 steinefni og fimmtíu þúsund lífræn snefilefnasambönd. Rannsóknir hafa sýnt gríðarlegan mun á búfé á aðeins tveimur vikum eftir inntöku á þessum steinefnum.

Þær lausnir sem við bjóðum henta öllum sem halda skepnur; fyrir hesta, svín, kýr og jafnvel alifugla sem neyta spíraða bygggrassins á 3 degi spírumar þegar grasið er ekki orðið of hátt.

Beitilönd geta orðið næsta óþörf

Erna segir að vel megi hugsa sér að beitilönd geti orðið næsta óþörf ef rétt sé að öllu staðið – í það minnsta megi minnka umfang þeirra gríðarlega. „Minnsta kerfið afkastar 50 kg á dag og stærsti gámurinn um 515 kg á dag. Kerfin þola allt að 40 gráðu frost og allt að 40 gráðu hita. Gámarnir eru með fullkomnu tölvustýrðu stýrikerfi sem stýra hita- og rakastigi og eru með vökvunarkerfi. Hægt er að geyma kerfin úti og inni og einnig er hægt að fá kerfi inn í tilbúin húsakynni sem afkasta frá einu tonni á dag og upp úr. Kostnaðurinn er á bilinu 22 til 33 krónur á kílóið.“

Fyrirtækið er að sögn Ernu alfarið fjármagnað af eigendunum sem eru Sævar Geir Hallvarðsson, Erna Sif Smáradóttir og Einar Nielsen. „Við er nýlega farin af stað með reksturinn. Hingað til hefur verið mikil undirbúningsvinna í að reikna út fóðureiningar eftir upplýsingum frá erlendum rannsóknarstofum og bíðum við nú eftir að fyrstu grasmotturnar verði tilbúnar svo við getum sent þær í rannsóknir hér heima. Fyrstu kerfin komu til landsins 18. júní og það hafa þegar þó nokkrir bændur sýnt kerfunum mikinn áhuga.“

Áhugasamir geta frekar kynnt sér kerfi Fóðurlausna og fengið ýmsar hagnýtar upplýsingar á vefnum www.fodurlausnir.is. 

4 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...