Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Aðaláhersla safnsins í gegnum tíðina hefur verið á sjósókn sem er stór hluti af atvinnusögu svæðisins.
Aðaláhersla safnsins í gegnum tíðina hefur verið á sjósókn sem er stór hluti af atvinnusögu svæðisins.
Líf og starf 3. október 2022

Byggðasafn Vestfjarða

Höfundur: Jóna Símonía Bjarnadóttir

Byggðasafn Vestfjarða er staðsett í Neðstakaupstað á Ísafirði. Þar var verslunarstaður á tímum danskrar einokunar og eru hér fjögur hús enn uppistandandi frá þeim tíma; Krambúðin 1760, Faktorshúsið 1765, Tjöruhúsið 1781 og Turnhúsið 1784 til 1785. Sýningar safnsins eru á þremur hæðum í Turnhúsinu.

Aðaláhersla safnsins í gegnum tíðina hefur verið á sjósókn sem er stór hluti af atvinnusögu svæðisins. Á síðari árum hefur fjölbreytnin í sýningum aukist og meiri áhersla verið lögð á daglegt líf fólks og hlut kvenna í sögunni.

Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri er í eigu safnsins og þar er sannarlega margt að sjá. Við reynum að hafa smiðjuna opna yfir sumartímann og eftir óskum yfir veturinn en smiðjan er enn í notkun og þaðan heyrast gjarnan hljóð sem tilheyra málmsteypunni.

Árið 2020 var hafist handa við að breyta grunnsýningu safnsins með aukinni áherslu á hlut konunnar í sögu útgerðar og fiskvinnslu og hvað allar þessar breytingar þýddu fyrir heimilin. Fyrri hluti sýningarinnar var ætlað að enda á bónuskonunni í frystihúsinu en þá kom babb í bátinn. Eitt af því sem söfn standa stundum frammi fyrir er að tilteknir gripir eru ekki til í safnkostinum og gjarnan illfáanlegir. Þannig hefur bónuskonan okkar ekki enn fengið borðið sitt – ætli einhver lesandi Bændablaðsins viti um eitt?

Fastir starfsmenn safnsins eru 3 og alla jafna 3 sumarstarfsmenn sem og verkefnaráðið fólk. Yfir veturinn erum við að taka á móti skólahópum, vinna í geymslum og við sýningar, m.a. fyrir jól og páska. Líkt og þegar saltfiskvinnslan var hér á árum áður þá þagnar á svæðinu þegar vetrar. Þúsundir manns koma hér að sumri til að njóta svæðisins og heimsækja safnið og því mikill erill. Veturinn er því nýttur vel í faglegt starf enda að mörgu að hyggja. Í vetur verður áfram unnið að grunnsýningunni og tiltekt í geymslum ásamt því að skrá en í ár hefur skráning safngripa verið yfirfarin og endurskoðuð. Næst á dagskránni er að undirbúa Veturnætur í október, þá er líf og fjör á Ísafirði þegar hinir ýmsu aðilar taka sig til og bjóða upp á margs konar dagskrá. Í Neðsta mun myndlist prýða veggi og hver veit nema notalegir tónar muni óma um svæðið.

Haustin eru að auki tíminn sem bátar safnsins eru teknir upp og þeim komið fyrir í vetrargeymslu. Þegar vorar hefst svo undirbúningur að sjósetningu og þá er dyttað að þeim. Eins og er eru einungis tveir bátar á sjó en við vinnum hörðum höndum að því að fjölga þeim og tveir bíða þess að fjármagn fáist í viðhald. Bátar safnsins prýða gjarnan Pollinn en draumurinn er að safnið fái bryggju á safnasvæðið sem myndi gera gestum kleift að skoða bátana.

Í lokin viljum við minna á að safnið er ekki með daglega opnunartíma á veturna en það er sjálfsagt mál að opna fyrir fólk sem hefur áhuga á að koma í heimsókn.

Skylt efni: söfnin í landinu

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f