Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kort af Rauðasandi. Föst búseta er á þremur bæjum. Vestast er Lambavatn efra, yfirleitt kallað Lambavatn. Skammt þar frá er bærinn Stakkar. Austast er bærinn Melanes. Aðrir bæir eru ýmist sumardvalarstaðir eða komnir í eyði.
Kort af Rauðasandi. Föst búseta er á þremur bæjum. Vestast er Lambavatn efra, yfirleitt kallað Lambavatn. Skammt þar frá er bærinn Stakkar. Austast er bærinn Melanes. Aðrir bæir eru ýmist sumardvalarstaðir eða komnir í eyði.
Mynd / Loftmynd / Landmælingar Íslands
Líf og starf 24. október 2022

Byggð stendur hallandi fæti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Rauðasandi í Vesturbyggð eru þrír bæir í byggð; Lambavatn, Stakkar og Melanes. Tveir fyrstnefndu bæirnir eru vestarlega á sandinum, á meðan síðastnefndi bærinn er austast á undir­lendinu.

Á Stökkum eru hjón með fasta búsetu. Þar er búið með sauðfé og geldneyti.

Á Lambavatni er rekið kúabú, á Stökkum eru ræktuð geldneyti og á Melanesi er ferðaþjónusta og sauðfé. Aðrir merkir bæir á Rauðasandi eru m.a. Saurbær í miðri byggðinni, sem er gamall kirkjustaður og bústaður höfðingja. Á Kirkjuhvammi, rétt austan við Saurbæ, er á sumrin rekið Franska kaffihúsið, sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Einnig er bærinn Sjöundá, austan við Melanes, þekktur fyrir að vera vettvangur Sjöundármorðanna og viðfangsefni bókarinnar Svartfugls eftir Gunnar Gunnarsson. Fram til ársins 1994 tilheyrði sveitin Rauðasandshreppi, sem innihélt Rauðasand og sunnanverðan Patreksfjörð.

Franska kaffihúsið á Kirkjuhvammi selur ferðamönnum veitingar á sumrin.
Íbúatal og þjónusta

Þjónusta hreppsins var staðsett í Örlygshöfn þar sem var grunnskóli, félagsheimili, sparisjóður, verslun og höfn. Nú hefur öll þessi starfsemi verið lögð niður og flutt á Patreksfjörð.

Samkvæmt Hagstofu Íslands var íbúafjöldi Rauðasandshrepps 93 einstaklingar árið 1993. Eftir að hreppurinn varð hluti af Vesturbyggð eru uppfærðar tölur ekki aðgengilegar hjá Hagstofunni. Íbúum á svæðinu telst þó til að núna, haustið 2022, séu níu einstaklingar með fasta búsetu í hinum forna Rauðasandshreppi, þar af fimm á Rauðasandi.

Skylt efni: rauðisandur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...