Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Búvörusýning í Reykjavík
Mynd / Bbl
Líf og starf 8. apríl 2025

Búvörusýning í Reykjavík

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Snemma árs 1984 hófst samstarf mjólkurdagsnefndar og markaðsnefndar landbúnaðarins um að koma á búvörusýningu í Reykjavík.

Á miðju ári var farið að vinna að undirbúningi sýningarinnar og þá var ákveðið að hafa hana í nýbyggingu Mjólkursamsölunnar á Bitruhálsi. Forráðamenn MS höfðu samþykkt að lána húsnæðið og til þátttöku í sýningunni var öllum helstu afurðasölufyrirtækjum innan landbúnaðarins boðið. Kemur fram í tímaritinu Frey að „Síðustu tíu daga septembermánaðar sl. var haldin mikil búvörusýning í Reykjavík. Að henni stóðu öll helstu afurðasölufélög bœnda og helstu stofnanir landbúnaðarins. Þessi glœsilega sýning bar íslenskum landbúnaði og fyrirtœkjum hans gott vitni, enda var hún vinsœl og fjölsótt.“

Jón Helgason, þáverandi landbúnaðarráðherra, opnaði sýninguna þann 21. september og jókst aðsóknin svo að fólk varð frá að hverfa vegna þrengsla. Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var meðal fyrstu gesta og virðist ekki hafa látið á sig fá þó mannmergð væri. Segir í Frey: „Þegar 800–1.000 manns voru komnir í einu inn á sýninguna var orðið þröngt á þingi. Samtals urðu sýningargestir 43 þúsund og síðasta dag sýningarinnar, 30. september, komu um 6.500 manns.“

Þrátt fyrir að oft væri mannmergð á sýningunni virtust gestir nær undantekningarlaust vera mjög ánægðir, nutu þess að smakka ýmislegt sem boðið var upp á og kaupa sér það sem hugurinn girntist. Á myndinni er Gerður K. Guðnadóttir, sem kynnti unnar kjötvörur frá Goða. /s

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...