Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, við undirritun samninga um íslenskt búvörumerki í gærmorgun, 26. maí.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, við undirritun samninga um íslenskt búvörumerki í gærmorgun, 26. maí.
Fréttir 28. maí 2021

Búvörumerki sem skapa landbúnaðinum sérstöðu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið og Bændasamtök Íslands hafa á grundvell endur­skoðaðs rammasamnings um starfsskilyrði landbúnaðarins gert með sér samning um gerð búvörumerkis.
Kristján Þór Júlíusson­sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra undirritaði í gær samning við Bændasamtök Íslands um gerð íslensks búvörumerkis. Um er að ræða nýtt valfrjálst upprunamerki fyrir íslenskar landbúnaðarvörur. Því er ætlað að afmarka með skýrari hætti innlenda landbúnaðarframleiðslu á heimamarkaði og bæta þar með upplýsingagjöf til neytenda.

Í samningnum segir að búvöru­merki fyrir íslenskan landbúnað sé ætlað að skapa landbúnaðinum sérstöðu með gæðavitund og dýravelferð að leiðarljósi. Búvörumerkinu er ætlað að auka verðmætasköpun hjá þeim sem starfa í íslenskum landbúnaði og nýta sem best tækifærin sem felast innan atvinnugreinarinnar í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði í tilefni af undirritun samningsins að „við framleiðslu íslenskra landbúnaðarafurða er nauðsynlegt að merkingar fyrir neytendur séu skýrar. Með þessu samkomulagi um búvörumerki sem undirritað er í dag er lagður grunnur að uppbyggingu og innleiðingu á merki sem nýtast mun öllum framleiðendum íslenskra afurða. Þar horfum við til smásölu og ekki síður í mötuneytum og veitingastöðum svo neytandinn gangi að því vísu að um íslenska framleiðslu sé að ræða. Eitt af grundvallaratriðum er að merkið byggi á traustum grunni svo neytendur verði aldrei í vafa um að um íslenska framleiðslu er að ræða. Við munum leita í smiðjur nágranna okkar um regluverk og skilyrði með notkun merkisins.“

Um samningsverkefnið

Í endurskoðuðum rammasamn­ingi á milli ríkis og BÍ um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins er kveðið á um útfærslu á sérstöku búvörumerki fyrir íslenskar búvörur. Í samningnum kemur fram að ár hvert renni fjármunir til Bændasamtakanna sem meðal annars er ætlað að kosta verkefni um útfærslu og gerð búvörumerkis fyrir íslenskar búvörur.

Verkefnið verður unnið samkvæmt verkáætlun sem felur í sér forvinnu, tilboðsgerð, samningsgerð, verktíma og undirbúning að kynningu merkisins.

Bændasamtökin munu sjá um útfærslu og gerð búvörumerkis og skulu samtökin skila sundurliðaðri verk- og fjárhagsáætlun vegna verkefnisins til ráðuneytisins eigi síðar en 30. júní 2021 og svo fyrir 1. mars ár hvert á gildistíma samningsins. Þá skulu samtökin veita ráðuneytinu upplýsingar um framgang verkefnisins þegar þess er óskað. Bændasamtök Íslands skulu annast kynningu og útgáfu búvörumerkis fyrir lok árs 2021 og rekstur þess í framhaldinu
Samtökin munu einnig gefa út gæðahandbók fyrir notkun búvörumerkisins. Notkun þess skal vera í samræmi við lög og reglugerðir um dýravelferð og góðan aðbúnað dýra. Í leyfissamningum um notkun búvörumerkisins skal kveða á um eftirlit með notkun merkisins og viðurlög við óréttmætri notkun.


Skráning búvörumerkis og eign

Búvörumerkið er í eigu Bændasamtaka Íslands sem heldur utan um skráningu, vernd og notkun vörumerkisins og tryggir að það sé nýtt í tengslum við sölu og markaðssetningu íslenskra afurða.
Bændasamtök Íslands sækja um skráningu vörumerkisins á Íslandi og áframhaldandi endurnýjunar á skráningu á 10 ára fresti. Hið skráða búvörumerki veitir eiganda þess einkarétt til að nota merkið hér á landi. Bændasamtökin gera skriflega leyfissamninga um notkun merkisins við leyfishafa og hafa eftirlit með notkun. Gjald er tekið fyrir notkun merkisins samkvæmt gjaldskrá.

Bændasamtökum Íslands er heimilt að skrá búvörumerkið hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) eða í öðrum löndum þar sem íslenskar afurðir verða á markaði. Bændasamtökunum er með öllu óheimilt að framselja réttindi sín og skyldur samkvæmt samningi þessum, hvort sem er að hluta eða öllu leyti. Þó er samtökunum heimilt að leita samstarfs annarra félagasamtaka, forsvarsmanna verslunarinnar og/eða fyrirtækja í landbúnaði um búvörumerki. Skulu samtökin upplýsa ráðuneytið um nánari útfærslu samstarfs og hugsanlega samstarfsaðila.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...