Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Samkvæmt dómi Hæstaréttar sem var kveðinn upp í dag voru búvörulögin löglega sett vorið 2024, þegar kjötafurðastöðvum voru veittar undanþágur til samvinnu og samruna.
Samkvæmt dómi Hæstaréttar sem var kveðinn upp í dag voru búvörulögin löglega sett vorið 2024, þegar kjötafurðastöðvum voru veittar undanþágur til samvinnu og samruna.
Mynd / Bbl
Fréttir 21. maí 2025

Búvörulögin voru löglega sett

Höfundur: smh

Hæstiréttur hefur í dag snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að búvörulögin væru ólögleg sem sett voru á síðasta ári og gáfu kjötafurðastöðvum undanþágur til samvinnu og samruna.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að þeirri niðurstöðu 18. nóvember á síðasta ári, að þær breytingar sem gerðar voru á búvörulögum á vordögum 2024, sem veitti kjötafurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum til samvinnu og samruna, stæðust ekki 44. grein stjórnarskrárinnar. Að endanlegt frumvarp hefði ekki fengið þrjár umræður á Alþingi áður en það var samþykkt, vegna þess að breytingarnar á milli fyrstu og annarrar umræðu hefðu orðið svo miklar að leggja hefði þurft málið fram að nýju.

Samkeppniseftirlitið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur beint til Hæstaréttar með þeim rökstuðningi dómurinn gæti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna eða verulega samfélagslega þýðingu.

Í greinargerð Hæstaréttar vegna dómsins segir í kaflanum um hvort áskilnaði 44. greinar stjórnarskrárinnar hafi verið fullnægt við samþykkt laga, að „Svo sem áður greinir verður að játa Alþingi víðtækt svigrúm til mats á því hvort breytingartillaga við frumvarp, sem fram kemur að lokinni fyrstu umræðu, standi í nægum efnislegum tengslum við það svo að áskilnaði 44. gr. stjórnarskrárinnar um þrjár umræður sé fullnægt. Að því virtu er ekki á það fallist að við meðferð Alþingis á því frumvarpi sem varð að lögum nr. 30/2024 hafi verið farið út fyrir það svigrúm sem þingið nýtur samkvæmt framansögðu til breytinga á frumvarpi þannig að brotið hafi verið gegn þessu stjórnarskrárákvæði.“

Fljótlega eftir að búvörulögin voru samþykkt bárust tíðindi af því að viðræður væru farnar af stað um möguleg kaup Kaupfélags Skagfirðing á Kjarnafæði Norðlenska, sem gengu svo í gegn seint á síðasta ári. Því hefur fram til þessa ríkt um þau viðskipti lagaleg óvissa.

Atvinnuvegaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í febrúar til breytinga á búvörulögum þar sem fella átti úr gildi undanþágur framleiðendafélaga frá ákvæðum samkeppnislaga. Fyrsta umræða fór fram í mars en var vísað þaðan til atvinnuveganefndar þar sem það hefur legið síðan.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...