Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Búvörulögin á dagskrá Alþingis
Fréttir 17. maí 2016

Búvörulögin á dagskrá Alþingis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búvörulögin eru á dagskrá Alþingis á fundi sem hófst klukkan 13.30 í dag. Lögin eru stjórnarfrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í samantekt vegna umræðunnar segir að markmið búvörulaganna sé að styðja innlenda landbúnaðarframleiðslu.

Helstu breytingar og nýjungar
Lagabreytingarnar sem frumvarpið hefurí för með sér tengjast fjórum rammasamningum, þ.e. um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga fyrir garðyrkju, sauðfjárrækt og nautgriparækt.

Helstu breytingarnar snúa að nautgriparækt en þar verður vægi greiðslna út á innvegna mjólk auk gripagreiðslna aukið en á móti mun vægi greiðslna út á greiðslumark verða þrepað niður og núverandi opinber verðlagning á mjólk felld niður.

Í sauðfjárrækt verður vægi gæðastýringar aukið og greiðslur út á greiðslumark þrepaðar niður á móti. Tekinn verður upp býlisstuðningur á árinu 2018 en honum er einkum ætlað að styðja við fjölskyldubú og gripagreiðslur árið 2020.

Breytingar á lögum og tengd mál
Breyta á búvörulögum nr. 99/1993 og búnaðarlögum nr. 70/1998 auk lítilsháttar breytinga á tollalögum nr.80/2005.

Kostnaður og tekjur
Gert er ráð fyrir 12,8 milljarða útgjöldum í ár en ríflega 13,5 milljarða árlegum útgjöldum árin 2017-2019 gangi lögin í gegn.
 

Skylt efni: Alþingi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...