Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mynd 1. Samhengið á milli afurðasemi (ltr/árskú) og framleiðslukostnaðar á þátttökubúum árið 2022.
Mynd 1. Samhengið á milli afurðasemi (ltr/árskú) og framleiðslukostnaðar á þátttökubúum árið 2022.
Á faglegum nótum 24. apríl 2024

Bústjórn og fjármagnskostnaður hafa áhrif á afkomu kúabúa

Höfundur: Kristján Óttar Eymundsson og María Svanþrúður Jónsdóttir, ráðunautar á rekstrar- og umhverfissviði.

Skýrsla um rekstur kúabúa 2020-2022 kom út í vikunni. Hún endurspeglar afkomu 174-176 kúabúa árin 2020-2022 sem í heildina lögðu inn um 41-45% af landsframleiðslu mjólkur, vaxandi eftir árum.

Þessi bú eru með 61 árskú að meðaltali árið 2022, en meðalbúið á landsvísu taldist þá með 51 árskú. Meðalframlegðarstig búanna lækkaði úr 53,3% árið 2020 í 49,7% árið 2022 og munaði þar mestu um mikla hækkun aðfanga, sérstaklega áburðar, fóðurs, olíu og þjónustu.

Ýmislegt áhugavert kemur fram í skýrslunni. Skoðað var samhengi afurðasemi og framleiðslukostnaðar en þar munar ríflega 30 kr/ltr milli afurðahæstu og afurðalægstu búanna og er greinilegt að hér geta verið sóknarfæri í rekstri.

Einnig er munur í framleiðslukostnaði búanna þegar hann er settur í samhengi við heyjaða hektara á hverja árskú. Hér er tækifæri fólgið í því að lágmarka umfang heyjaðra hektara/árskú og gera sem best við túnin. Það endurspeglar mikilvægi þess að horfa einnig á ræktarlandið sem sínar „mjólkurkýr“ og hámarka gæði og uppskeru af hverjum hektara.

Fjármagnskostnaður íþyngjandi

Skuldsetning þátttökubúanna hefur vaxið verulega á árunum 2020-2022 og skulda umrædd bú um 23,7 milljarða króna í árslok 2022. Jákvæðu fréttirnar eru að skuldahlutfallið hefur samt farið lækkandi milli ára vegna aukinnar heildarveltu búanna og er um 1,6 í árslok 2022. Fjármagnsliðir voru þá að jafnaði um 13% af heildarveltu, eða um 27,8 kr/ltr. Mikill munur er á búum eftir skuldaflokkum þar sem fjármagnskostnaður skuldsettasta hópsins er 53,9 kr/ltr að meðaltali, eða um 29% af heildarveltu búanna.

Ljóst er að áhrif sprettgreiðslna á afkomu kúabúa 2022 voru mjög jákvæð til viðbótar við hækkun á afurðaverði í mjólk.

Um þetta og margt fleira er fjallað í umræddri skýrslu, sem hægt er að finna á heimasíðu RML. Þegar er hafin gagnaöflun fyrir rekstrarárið 2023 og stefnt að birtingu bráðabirgðauppgjörs í byrjun sumars. Nú sem ætíð er bændum á þátttökubúunum þakkað kærlega fyrir þátttökuna og traustið sem okkur er sýnt og nýir þátttakendur eru ávallt velkomnir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f