Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Vísbendingar eru um að búrhvalir noti sérhæft tungumál og fjölbreyttar
mállýskur til að eiga í samskiptum og veita hver öðrum upplýsingar.
Vísbendingar eru um að búrhvalir noti sérhæft tungumál og fjölbreyttar mállýskur til að eiga í samskiptum og veita hver öðrum upplýsingar.
Mynd / The Marine Mammal Center
Utan úr heimi 5. mars 2025

Búrhvalir spjalla

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Búrhvalir spjalla saman og skiptast á upplýsingum.

Búrhvalir, þessar gríðarstóru og flóknu lífverur, eiga samskipti í flóknum mynstrum. Þeir syngja ekki hljómmikinn, stynjandi hvalasöng eins og t.d. hnúfubakarnir, heldur nota smelli sem kallaðir eru codas. Líkja má hljóðunum við þau sem heyrast þegar popp poppast eða beikon er steikt á pönnu. Vísindamaðurinn David Gruber segir smellina þó mest líkjast mors-kóða eða teknótónlist, í samtali við veftímaritið Reasons to be cheerful.

Gruber, stofnandi CETIverkefnisins (Cetacean Translation Initiative), hlustar tímunum saman á búrhvalaspjall sem teymi hans tekur upp í austurhluta Karíbahafsins.

Sýnt hefur verið fram á að búrhvalafjölskyldur hafa mismunandi mállýskur. Hnúfubakar syngja fyrst og fremst til pörunar en búrhvalir skiptast á upplýsingum og nota hljóð í samskiptum. CETI hefur þegar uppgötvað að samskiptamynstrið er flókið.

„Kóðar þeirra eru smellir, líkt og einn og núll, sem er mjög gott fyrir dulmálsfræðinga,“ útskýrir Gruber. „Þróun háþróaðs vélanáms og lífhljóðvistar er áætlað að verði næsta verkfæri eða tól hvað varðar getu okkar til að hlusta dýpra og skilja lífið á nýju stigi,“ segir hann.

CETI-vísindamennirnir eru að búa til þrívítt gagnvirkt kort af hvölunum í 20 kílómetra radíus undan ströndum Dóminíku, eldfjallaeyju í Karíbahafinu, þar sem búrhvalir halda til. Þar eru hljóð búrhvalanna samkeyrð með ýmsum gögnum, svo sem hjartsláttartíðni hvalanna.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...