Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nútímalegt eggjabú á Íslandi þar sem varphænur eru í lausagöngu.
Nútímalegt eggjabú á Íslandi þar sem varphænur eru í lausagöngu.
Fréttir 13. febrúar 2024

Búrhænsnabúskap lokið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eftir úttektir Matvælastofnunar hjá eggjabændum í desember er ljóst að búrhænsnabúskapur á Íslandi hefur lagst af.

Frá 1. júlí 2023 hefur eggjabændum verið óheimilt að halda varphænur sínar í búrum. Í eftirlitsferðum Matvælastofnunar í haust kom hins vegar í ljós að varphænur voru enn í búrum á tveimur stöðum. Stofnunin krafðist úrbóta á þessum tveimur stöðum og þegar kröfunum var fylgt eftir í desember varð ljóst að eigendurnir hefðu brugðist við þeim með réttum hætti. Í umfjöllun Matvælastofnunar um þessi tímamót á vef sínum kemur fram að með gildistöku reglugerðar um velferð alifugla árið 2015 hafi eggjabændum verið gefinn sjö ára frestur til að breyta varphúsum sínum með hefðbundnum búrum í varphús með innréttuðum búrum.

„Frestur til að hætta notkun á þeim var tvívegis framlengdur en ákvæðið tók endanlega gildi þann 1. júlí 2023. Á þeim rúmlega átta árum hættu nokkrir eggjabændur framleiðslu í stað þess að breyta húsunum, aðrir breyttu varphúsum í lausagönguhús. Enginn eggjabóndi ákvað að taka í notkun innréttuð búr,“ segir í umfjöllun stofnunarinnar.

Allar varphænur á landinu hafa því í dag möguleika á því að geta krafsað í undirburðinn og sandbaðað sig í lausagönguhúsum, sem hænum er eðlislægt, og hænurnar geta orpið í varpkössum. Auk þess eru nú setprik í öllum búum í hæfilegri hæð frá jörðu þar sem hænurnar geta hvílt sig í friði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...