Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stórt lamb, þar sem leiðbeint er um hvernig hægt er að nota vír með handfangi á til að ná því út.
Stórt lamb, þar sem leiðbeint er um hvernig hægt er að nota vír með handfangi á til að ná því út.
Á faglegum nótum 27. apríl 2023

Burðarhjálp

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sauðburður er á næsta leiti og þá er gott fyrir bændur að hafa aðgengi að góðu leiðbeiningarefni um burðarhjálp.

Fyrir þremur árum voru fyrstu leiðbeiningarmyndböndin úr smiðju þeirra Karólínu Elísabetardóttur, bónda í Hvammshlíð, og Axels Kárasonar dýralæknis gefin út á YouTube-rásinni „Leiðbeiningarefni um burðarhjálp“ og síðan hafa þau stöðugt verið uppfærð og endurskoðuð. Að sögn Karólínu hafa margir haft not af myndböndunum og fær hún iðulega fyrirspurnir um hvar sé hægt að nálgast þau, þegar líður að sauðburði.

Vandamálið greint í skrefum

Myndböndin eru alls 23 í dag á íslensku, auk þess sem öll helstu myndböndin eru einnig til á þýsku og ensku. Í tengslum við myndböndin var útbúið „ákvarðanatré“ sem er að sögn Karólínu gagnlegt tól til að greina aðsteðjandi vandamál við sauðburðinn skref fyrir skref.

Leiðbeiningarmyndböndin eiga að ná til nærri allra hugsanlegra burðarvandamála og liggja myndbönd Karólínu til grundvallar sem hún hefur tekið upp á mörgum og mismunandi sauðfjárbúum á undanförnum árum. Þá veitir Axel innsýn inn í hvað á sér stað inni í ánni, með notkun á lambalíkönum og mjaðmagrind í raunstærð.

Öll myndbönd og ákvarðanatréð má nálgast á eftirfarandi vefslóðum:

Á íslensku

Á þýsku

Á ensku (öll youtuberásin - velja spilunarlistann „á ensku/in English“ til að sjá ensku útgáfurnar)

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...