Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá Búnaðarþingi á Hótel Sögu 2020.
Frá Búnaðarþingi á Hótel Sögu 2020.
Mynd / HKr.
Skoðun 11. febrúar 2021

Búnaðarþing, rammasamningur og matvælamerki

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Stjórn Bændasamtakanna hefur boðað til Búnaðarþings dagana 22. og 23. mars næstkomandi. Unnið er að undirbúningi þingsins af hálfu starfsmanna og þar er unnið með tvær sviðsmyndir, annars vegar rafrænt þing vegna sóttvarna og hins vegar mögulegt þing á Sögu. 

Við höfum miklar væntingar um að geta haldið þingið sem staðarfund en hugsanlega yrðum við að hafa takmörkun á fjölda gesta umfram þingfulltrúa. Ég vona að þróun smita í samfélaginu verði á þeim grunni að þetta gangi eftir en við munum láta þingfulltrúa vita um framgang mála þegar nær dregur. Eitt mikilvægasta mál þingsins verður breyting á félagskerfi bænda og er unnið að því að funda með stjórnum aðildarfélaganna á næstu dögum og í framhaldi af því verða haldnir fundir á rafrænu formi til hins almenna félagsmanns. Einnig verður umhverfisstefna Bændasamtakanna til umræðu og næstu skref á grundvelli kolefnisjöfnunar til framtíðar.

Rammasamningur undirritaður

Þann 4. febrúar síðastliðinn var loksins skrifað undir rammasamning í landbúnaði, sú vinna hefur staðið yfir frá því í júní síðastliðnum. En það sem við erum ánægðust með er að í samningnum er staðfest af hálfu ríkisins að tollar eru hluti af starfsumhverfi landbúnaðarins. Einnig er stefnt að kolefnisjöfnun landbúnaðarins í heild fyrir árið 2040. Þar eru bændur í lykilstöðu þegar talað er um kolefnisspor Íslands, því eins og er að gerast í löndum í kringum okkur þá er samtal milli ríkis og bænda lykilatriði við stefnu þjóða í kolefnisbindingu. 

Sóknarfæri eru mikil á þessum vettvangi með eflingu skógræktar og endurheimt vistkerfa og ekki síður í landgræðslu. Ég tel nauðsynlegt að við sem bændur förum að huga að því hvernig við sjáum fyrir okkur framtíðina og hugum að hver verða helstu áhersluatriði við endurskoðun árið 2023. Þar tel ég mikilvægt að allir samningarnir sem eru undir verði endurskoðaðir samhliða þannig að áherslurnar verði samræmdar í öllum samningunum. 

Íslenskur landbúnaður hafður að leiðarljósi

Eitt af atriðum í rammasamningi lýtur að fjármunum til sameiginlegs matvælamerkis fyrir íslensk matvæli. Undirbúningur er hafinn við hugmyndafræðina á bak við merkið og leikreglur. Nauðsynlegt er að við vöndum vel til verka í upphafi svo við sem heild getum staðið á bak við merkið með íslenskan landbúnað að leiðarljósi. 

Neytendur kalla mikið eftir því að vita hvaðan maturinn kemur og þurfum við að horfa til þess að þeir séu upplýstir, hvort sem þeir versla úti í búð eða neyta matar í mötuneyti eða á veitingastöðum. Allt þetta þarf að kallast á við kolefnisspor, uppruna og heilnæmi matvæla. Að mínu mati eru þetta okkar mestu tækifæri til að bregðast við miklu framboði af innfluttum afurðum þar sem neytandinn er ekki alveg viss við innkaup hvort um íslenska eða erlenda afurð er að ræða. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...