Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Búnaðarþing fram undan
Fréttir 23. mars 2023

Búnaðarþing fram undan

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana 30. og 31. mars næstkomandi.

Alls munu 63 þingfulltrúar eiga rétt til fundarsetu og munu vinna að afgreiðslu tillagna í fimm nefndum: Félags- og fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd, stefnumörkunarnefnd, fag- og innviðanefnd og umhverfisnefnd.

Þingfulltrúar skiptast svo; úr búgreinadeild nautgripabænda koma 20 fulltrúar, sauðfjárbændur eiga 17 fulltrúa, fjórir koma úr deild garðyrkju. Hrossabændur, skógarbændur, alifuglabændur, eggjabændur og svínabændur eiga tvo fulltrúa hver og einn fulltrúi kemur úr deildum geitfjárræktenda, landeldis og loðdýrabænda.

Þá situr einn fulltrúi ungra bænda, einn frá VOR og einn fulltrúi frá félaginu Beint frá býli.

Þá sitja sex fulltrúar frá búnaðarsamböndum víða um land.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, setur þingið kl. 11 þann 30. mars og mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpa það. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra,mun einnig stíga í pontu og afhenda landbúnaðarverðlaun.

Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki kl. 17 þann 31. mars

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...