Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Búnaðarþing 2015 sett í Hörpunni sunnudaginn 1. mars
Fréttir 26. febrúar 2015

Búnaðarþing 2015 sett í Hörpunni sunnudaginn 1. mars

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændasamtök Íslands blása til Búnaðarþings sunnudaginn 1. mars undir merkjum opins landbúnaðar. Verður setning þingsins haldin í salnum Silfurbergi Hörpunni eins og gert var á síðasta ári.

Við setningu Búnaðarþings 2014 var sett aðsóknarmet í Hörpuna en samhliða setningu þingsins var matarmarkaður Búrsins haldinn í Hörpunni auk tækjasýningar. Svo verður einnig núna.
Á laugardeginum fer fram úrslitakeppni í kokkakeppni Food & Fun í Norðurljósasalnum frá klukkan 13.00 til 16.00 og alla helgina verður stærsti matarmarkaður landsins á jarðhæð Hörpunnar, Vetrarmarkaður Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur.

Á sama tíma verður ýmislegt um að vera í og við húsið. Vélasalar sýna dráttarvélar og fleiri nýjungar, Landbúnaðarháskóli Íslands kynnir spennandi námsleiðir, hamborgarabíllinn Tuddinn verður á sínum stað og sauðfjárbændur og Meistarafélag kjötiðnaðarmanna mæta með grillvagninn á sunnu­deginum. Dagskrá Búnaðarþings er eftirfarandi:

Sunnudagur 1. mars
12.10 Hádegishressing í Hörpu
12.50 Setningarathöfn í Hörpu
15.30 Afhending fundargagna á Hótel Sögu
16.00 Fundur í Búnaðarþingi
Kosning embættis­manna, kjörbréfa­nefndar og starfsnefnda
Mál lögð fram og vísað til nefnda

Mánudagur 2. mars
08.00 Fundir í starfsnefndum
10.00 Fundur í Búnaðarþingi
Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra BÍ
Ávarp sjávar­útvegs- og landbún­aðar­ráð­herra
Almennar umræður
13.00 Fundur í Búnaðarþingi
um málefni Hótels Sögu (lokaður fundur)
15.00 Almennar umræður,
framhald
16.00 Fundir í starfsnefndum

Þriðjudagur 3. mars
08.00 Fundir í starfsnefndum
12.00 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda
13.00 Fundur í Búnaðarþingi
Skýrsla Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins
Afgreiðsla mála
16.00 Fundir í starfsnefndum

Miðvikudagur 4. mars
08.00 Fundir í starfsnefndum
10.30 Fundur í Búnaðarþingi
Afgreiðsla mála
Fundir í starfsnefndum eftir þörfum
Kosningar og þingslit.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...