Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ráðherra í pontu á afmælisfundi Matvælastofnunar í dag.
Ráðherra í pontu á afmælisfundi Matvælastofnunar í dag.
Mynd / smh
Fréttir 23. nóvember 2018

Búnaðarstofa færist frá Matvælastofnun til ráðuneytisins

Höfundur: smh

Matvælastofnun fagnar tíu ára afmæli á þessu ári og blés af því tilefni til opins fundar í dag á Grand hótel undir yfirskriftinni Þróun og framtíð eftirlits. Í ræðu Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í lok fundar kom fram að ákveðið hefði verið að færa Búnaðarstofu undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Ráðherra sagði í ræðu sinni í dag að þetta væri liður í áætlun hans í því að styrkja landbúnaðarhluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Undirbúningur fyrir það verk væri þegar hafinn.

Búnaðarstofa var stofnuð árið 2015 þegar stjórnsýsluverkefni sem voru á hendi Bændasamtaka Íslands, meðal annars útdeiling beingreiðslu og styrkja frá ríki til greina landbúnaðarins, færðist til Matvælastofnunar.

Hún fer nú með stjórnsýsluverkefni í tengslum við búvörusamninga og rammasamning ríkis og bænda í samræmi við búvöru- og búnaðarlög. Hún annast fag- og fjárhagslega framkvæmd verkefna á sviði landbúnaðar sem snúa að framkvæmd á stjórnvaldsákvörðunum um opinberar greiðslur til bænda, útreikningi, afgreiðslu og eftirliti með framkvæmd þeirra. Skrifstofan heldur utan um skrá um handhafa beingreiðslna og greiðslumark mjólkur og sauðfjárafurða auk þess að sjá um greiðslur til bænda samkvæmt samningum um starfsskilyrði í mjólkur-, sauðfjár- og grænmetisframleiðslu. Það sama á við um umsýslu og úthlutun vatnsveitustyrkja á lögbýlum. Skrifstofan fer einnig með verkefni við öflun hagtalna og upplýsinga um fóðurbirgðir á býlum. Þá safnar hún upplýsingum og birtir árlega skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu og gerir áætlanir um framleiðslu og sölu búvara. Þá heldur skrifstofan utan um hjarðbækur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f