Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Búnaðargjald dæmt ólögmætt
Mynd / Skjáskot / Tímarit.is
Gamalt og gott 10. mars 2021

Búnaðargjald dæmt ólögmætt

Höfundur: smh

Í 21. tölublaði Bændablaðsins árið 2011, þann 24. nóvember, er forsíðufrétt um að unnið sé að tillögum um breytingar á innheimtu búnaðargjalds.

Í inngangi fréttarinnar segir: „Samkvæmt áliti Lagastofnunar Háskóla Íslands bendir margt til að innheimta búnaðargjalds, í því horfi sem nú er, standist ekki ákvæði stjórnarskrárinnar né Mannréttindasáttmála Evrópu um félagafrelsi. Hægt er að fullyrða að innheimta búnaðargjalds sem rennur til búgreinafélaganna standist ekki stjórnarskrá. Þá leikur vafi á að innheimta búnaðargjalds, sem rennur til Bændasamtaka Íslands annars vegar og til búnaðarsambandanna hins vegar, standist að fullu umrædda löggjöf. Þó má færa rök fyrir því að innheimta búnaðargjalds til þessara samtaka geti fallið undir undanþáguákvæði með breytingum en nauðsynlegt er að skoða lagalega stöðu þeirra frekar,“ segir í inngangi forsíðufréttarinnar.

Þetta voru niðurstöður álitsgerðar Lagastofnunar um lögmæti búnaðargjalds, sem Sigurður Líndal lagaprófessor vann að beiðni Bændasamtakanna.

Haft var eftir Haraldi Benediktssyni, þáverandi formanni Bændasamtaka Íslands, að áfram verði unnið í samstarfi við Lagastofnun við að útfæra þær breytingar á lögum um búnaðargjald sem væntanlega þurfi að gera.

Í kjölfar málaferils búnaðargjaldsins, en það var fellt úr gildi 1. janúar 2017 með lagabreytingu, var sem kunnugt er tekið upp nýtt félagsgjald Bændasamtaka Íslands til að standa straum af tekjuöflun inn í félagskerfi bænda.

Sjá nánar á Tímarit.is.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...