Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bullandi tækifæri
Mynd / HKr.
Skoðun 6. nóvember 2020

Bullandi tækifæri

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það þarf mikinn aga og mikinn styrk til að láta góðæri ekki hlaupa með sig í gönur. Það þarf ekki síður mikinn aga og mikinn styrk til að láta ekki mótlæti buga sig. Í öllum þessum aðstæðum felast hins vegar alltaf tækifæri, kúnstin er aðeins að koma auga á þau og nýta þau á uppbyggilegan hátt. 

Síðastliðin 15 til 20 ár hafa Íslendingar verið í mikilli rússíbanareið. Uppgangur í byrjun aldarinnar sem náði hámarki í bjartsýnisflippi fjármálasnillinga teymdi þjóðina sannarlega út í mikið gönuhlaup sem endaði með skelfingu haustið 2008. Niðurlægingin og glundroðinn sem fylgdi í kjölfarið leiddi vel meinandi fólk út margháttuð mistök sem olli þúsundum Íslendinga stórtjóni sem aldrei verður bætt að fullu. 

Smám saman náðu menn samt tökum á stöðunni, en það þurfti áhrifamátt heils eldgoss í Eyjafjallajökli 2010 til að gjörbreyta atvinnuháttum á Íslandi og breyta landinu í ferðamannaparadís. Fjölgun ferðamanna var í kjölfarið frá 15,7% og allt upp í 39% á milli ára. Það sér hver heilvita maður að svo hröð fjölgun ferðamanna í fámennu landi kallaði á mjög öguð vinnubrögð í uppbyggingu þessarar nýju þjónustugreinar. 

Á gosárinu 2010 komu 488.600 ferðamenn til Íslands. Árið 2011 voru þeir orðnir 565.600. Síðan 807.300 árið 2013 og 997.300 árið 2014. Ferðamenn fóru í fyrsta sinn yfir milljón árið 2015 og voru þá  1.289.100. Síðan tæpar 1.792.200 árið 2016 og 1.224.603 árið 2017. Síðan voru ferðamenn flestir árið 2018 eða 2.315.925. Í kjölfarið dró aðeins úr og þeir voru 2.013.190 árið 2019, en svo kom skellurinn með COVID-19. Það sem virtist ávísun á endalausa hamingju og takmarkalausa gósentíð, varð í einu vetfangi að hreinni martröð. 

Á nýliðnu sumri komu ekki „nema“ 115 þúsund ferðamenn til landsins um Keflavíkurflugvöll, eða 79,3% færri en sumarið 2019 samkvæmt tölum Ferðamálastofu. 

Í öllu þessu svartnætti er samt ljóstíra og fjölmörg tækifæri. Garðyrkjubændur hafa tekið af krafti við þeirri áskorun að stórauka framleiðslu á grænmeti, berjum og blómum. Þannig geta landsmenn þokast nær því að verða sjálfum sér nægir með heilnæmustu grænmetisafurðir sem þekkjast á jörðinni, þó enn sé langt í land. 

Tækifærin leynast víðar og ungt fólk kveður sér nú hljóðs í matvælaþróun á mörgum vígstöðvum um land allt. Jafnvel í sauðfjárræktinni, sem margir hafa litið á sem deyjandi grein, er til framsækið fólk sem sér þar mikil tækifæri. 

Mitt í þessu dapra COVID-ástandi erum við að sjá offramboð víða um lönd af landbúnaðarafurðum. Það er að leiða til samdráttar í mörgum geirum og fjöldi bænda gefst hreinlega upp. Jafnvel í þessu felast tækifæri, ekki síst fyrir íslenska bændur. Þar er spurningin miklu fremur um úthald og stuðning til að standa þetta af sér.

Eftir tiltölulega fáa mánuði eru allar líkur á að offramboðskúfurinn vegna COVID-19 verði uppurinn víða um lönd. Bændur sem gefist hafa upp verða þá ekki til staðar til að hefja framleiðslu á ný. Dýrahjarðir sem skornar hafa verið niður við trog verða heldur ekki endurvaktar á augabragði. Það tekur 18 til 24 mánuði aða ala upp naut í sláturstærð, og gott íslenskt sumar til að ala lamb. Hvað gerist á markaði sem ekki á nóg af kjöti á meðan? Líklegast er að það verði verðsprenging og verð á innfluttum landbúnaðarvörum stórhækki. – Kannski hefði verið skynsamlegt að auka ásetningu lamba í haust. Tækifærin eru vissulega enn til staðar í nautgripa-, svína- og alifuglarækt sem og garðyrkjunni.       

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f