Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Búist við meteftirspurn þrátt fyrir hátt verð
Fréttir 19. janúar 2017

Búist við meteftirspurn þrátt fyrir hátt verð

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt áætluðum tölum landbúnaðarráðuneytis Banda­ríkjanna (USDA), mun heimsframleiðslan á sykri aukast í ár og fara í 171 milljón tonna, þrátt fyrir samdrátt á Indlandi og í Taílandi. Eftirspurn og neysla mun þó aukast enn meira og fara í 174 milljónir tonna.
 
Reiknað er með að heimsframleiðslan aukist um 5 milljónir tonna á framleiðslutímabilinu sem er frá september til september ár hvert. Þess ber þó að geta að framleiðsla síðasta tímabils var sú minnsta í fimm ár, eða um 165 milljónir tonna.
 
 
Gengið verður á brigðir
 
Verð á sykri hefur verið tiltölulega hátt að undanförnu eftir að hafa náð botni í ágúst 2015. Þá fór heimsmarkaðsverð á sykri að meðaltali í 11 sent á pundið. Í október 2016 hafði verðið rúmlega tvöfaldast og var komið í 23 sent á pundið. Þrátt fyrir hátt verð er búist við að eftirspurn verði mikil á næstu misserum og sett verði nýtt sölumet á þessu ári, eða 174 milljónir tonna. Það þýðir að gengið verður á birgðir og að birgðastaða verður mjög lág í lok framleiðslutímabilsins í haust og sú lægsta síða haustið 2011. 
 
Framleiðsluhalli tímabilsins verður samkvæmt áætlun USDA um 6,7 milljónir tonna en ekki 2,6 milljónir tonna eins og áður var áætlað. Þetta þýðir miðað við lögmál markaðarins að heimsmarkaðsverð á sykri mun að óbreyttu hækka verulega þegar líður á árið. 
 
Framleiðsla Indverja minnkar
 
Samkvæmt tölum frá 30. desember var áætlað að sykurframleiðsla Indverja yrði 22,5 milljónir tonna á framleiðslutímabilinu sem lauk í september á nýliðnu ári. 
 
Er þetta nokkur lækkun frá framleiðslutímabilinu 2015 til 2016 þegar framleidd voru 25,1 milljón tonn. Hæst fór sykurframleiðsla Indverja þó í rúmlega 30 milljónir tonna haustið 2014. Stöðugur vöxtur hefur verið á sykurneyslu í landinu undanfarin ár. Ef fram fer sem horfir má gera ráð fyrir að framleiðsla yfirstandandi tímabils verði langt undir eftirspurninni sem áætluð er ríflega 27 milljónir tonna. 
 
Indland er næststærsta sykurframleiðsluland heims í tonnum talið og kemur þar næst á eftir Brasilíu. Í þriðja sæti eru svo ríki Evrópusambandsins. Samkvæmt frétt The Economic Times á Indlandi var framleiðsla tímabilsins komin í 6,6 milljónir tonna um áramótin, en sykurframleiðendur hafa komið sér saman um að draga smám saman úr framleiðslunni. Til eru birgðir upp á 7,7 milljónir tonna og búist er við að birgðir eftir yfirstandandi tímabil verði 5,21 milljón tonna. Samkvæmt blaðinu hafa yfirvöld gert ráðstafanir til að viðhalda þokkalegri stöðu umframbirgða til að stýra sykurverði í landinu. 

Skylt efni: sykurframleiðsla

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f