Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Verkefnisstjórn Landsmóts og verkefnisstjórar frá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Verkefnisstjórn Landsmóts og verkefnisstjórar frá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Mynd / Margrét Þóra
Fréttir 14. júní 2016

Búist við allt að 10 þúsund gestum á Landsmót hestamanna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Sú uppbygging sem hér hefur orðið undanfarna mánuði nýtist um ókomna tíð og verður mikil lyftistöng fyrir hestatengt nám við Háskólann á Hólum, hestamennskuna í Skagafirði sem og á landinu öllu. Þannig mun svæðið efla hrossarækt og hestamennsku landsmanna allra. Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur, mannvirki munu standa hér áfram og ég er ekki í vafa um að þau verði vel nýtt,“ segir Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamanna, en undirbúningur vegna Landsmóts, sem haldið verður í lok mánaðarins, er nú á lokastigi. Öll stóru verk­efnin eru að baki og mótssvæðið að verða hið glæsilegasta. Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að gera svæðið sem best úr garði. „Við leggjum ríka áherslu á að aðbúnaður, bæði fyrir knapa og hross, verði eins góður og mögulegt er. Við höfum pláss fyrir um 200 hesta í húsi á mótssvæðinu sjálfu, bjóðum upp á beitarhólf fyrir hestamannafélögin, reiðhöll er á svæðinu fyrir upphitun og svo má lengi telja, en allt miðar að því að tryggja að knöpum og hrossum líði vel,“ segir hann.

Markmiðið að öllum líði vel

Áskell Heiðar segir að landsmóts­haldarar hafi væntingar um að um 10 þúsund gestir sæki mótið, forsala hefur aldrei gengið jafnvel og nú sem bendi til að áhugi sé mikill. „Okkar markmið er að öllum okkar gestum líði vel á mótinu og höfum við gert allt sem í okkar valdi stendur til að svo geti orðið. Hér er mikill fjöldi tjaldstæða fyrir hendi og hafa margir kosið að kaupa frátekna tjaldstæðareiti með rafmagni. Við erum enn með nokkur slíkt stæði til sölu,“ segir hann.

Fjölbreytt þjónusta

Fjölbreytt matsala verður á mótssvæðinu, hún fer fram í stórri reiðhöll sem fyrir er á Hólum og ættu allir að geta fundið góðgæti af ýmsu tagi til að seðja hungrið á milli atriða á mótinu. „Við erum hér líka með aðra reiðhöll á svæðinu og hún verður lögð undir hið þekkta Hestatorg, en að auki verða þar kaffihús og krá. Eins munum við útbúa góða aðstöðu fyrir gesti til að horfa á streymi frá mótinu, til að tryggja að enginn missi nú af neinu. Þar geta áhugasamir einnig fylgst með útsendingum frá EM í fótbolta.“

Margir lagt hönd á plóg

Áskell Heiðar segir að mikill fjöldi fólks, sem hafi reynslu af skipulagi Landsmóta, hafi lagt hönd á plóg við undirbúning Landsmótsins á Hólum og komi það ýmist úr Skagafirði eða annars staðar af landinu. „Það er mikil fagþekking innan hópsins, þetta er fólk sem kann til verka þegar verið er að búa til viðburð sem ­þennan, verkaskiptingin er klár og ­allir staðráðnir í því að búa til glæsilegt Landsmót,“ segir hann. Þá verður mikið lagt upp úr öryggis­málum á svæðinu og að allt verði eins og best verður á kosið þegar að þeim kemur. Eins hafi áhersla verið lögð á að setja upp fjölda salerna og sturtur eru einnig fyrir hendi fyrir gestina. „Það er mikill metnaður í þá átt að halda svæðinu fallegu og hreinu.“

Tengjum Landsmótið við þá fagmennsku sem fyrir er á svæðinu

Lárus segir að vissulega hafi mikill tími og orka farið í að skipuleggja algjörlega nýtt landsmótssvæði. Að mörgu hafi þurft að huga þegar verið sé að byggja upp nýja aðstöðu og hvernig hún muni nýtast til framtíðar. „Það er að mínu mati alveg hreint frábært að halda Landsmótið á Hólum og tengja það við þá miklu fagmennsku sem fyrir er á svæðinu og býr m.a. í öllu því fólki sem er innan veggja Háskólans á Hólum. Hólaskóli er æðsta menntastofnun Íslandshestamennskunnar í heim­inum og fjöregg okkar hestamanna. Það er því ánægjulegt að mann­virki sem eftir standa að loknu Landsmóti muni nýtast svæðinu vel til framtíðar.„Landsmótin eru uppskeruhátíð og árshátíð unnenda íslenska hestsins um allan heim og leggjum við ­mikla áherslu á þann þátt sem snýr að hinum almenna hestamanni. Skagfirðingar hafa komið að verkinu af miklum myndarskap og er ég mjög spenntur fyrir mótinu. Úrtökur í gæðingakeppni og kynbótasýningar eru nú í fullum gangi um allt land og er það ljóst að hestakosturinn verður algjörlega frábær, segir Lárus að lokum. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...