Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Júgúrt með hampfræjum.
Júgúrt með hampfræjum.
Fréttir 24. apríl 2020

Búist við að veltan á heimsmarkaði aukist um 578% fram til 2025

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Virði iðnaðarhamps sem hráefnis á heimsmarkaði á árinu 2019 var áætlaður 4,6 milljarðar dollara. Stöðugur vöxtur er í þessari grein og á síðasta ári áætluðu markaðssérfræðingar að veltan á iðnaðarhampsmarkaði aukist um 578% og verði komin í 26,6 milljarða dollara á árinu 2025.


Þótt hamptrefjar sé stærsti hluti framleiðslunnar  þá er vaxandi framleiðsla á iðnaðarhampi ekki síður knúin af mikilli eftirspurn eftir CBD-hampolíu og hampfræi sem fæðubótarefni.

Hampfræ í morgunverð

Samkvæmt frétt af vefsíðu Industrial Hemp Market er í auknum mæli farið að nota hampfræ í morgunverðarkorn sem ætlað er til daglegrar neyslu. Þá er einnig að stóraukast notkun á bæði hampfræi og hampolíu í margháttaða fæðu vegna hás próteininnihalds. Er farið að nota hampfræ m.a. í mjúkdrykki (smoothies), jógúrt og kornstangir. Neysla á slíkum vörum er t.d. orðin mjög mikil í Þýskalandi og Hollandi. 

Yfirbyggingin á þessum Kestrel sportbíl var smíðuð úr hamptrefjaefni árið 2010. 

Hampur nýttur í vefnað, bíla, húsgögn og byggingar

Tvenns konar trefjar eru í hamp­­jurtinni, langar (bast 2-50 mm) og stuttar (hurds 0,5 mm) sem nýtast í margvíslega iðnaðarframleiðslu. Úr hampi er m.a. spunnið band til vefnaðar. Um 70–80% af hamp­stilkunum innihalda stuttar trefjar sem m.a. eru nýttar í byggingar­iðnaði, húsgagna­iðnaði, bíla­iðnaði og sem undirlegg fyrir húsdýr. Hefur vaxandi umhverfisvitund vakið mikinn áhuga á að leysa af notkun á plasti með endurvinnanlegum hampi, m.a. í innréttingum bifreiða.

Múrsteinar úr hamptrefjasteypu.

Mörg stór hampfyrirtæki

Helstu söluaðilar á hampi í heiminum eru Hemco í Kanada, Ecofibre í Ástralíu, Hemp Inc í Banda­ríkjunum, GenCanna í Banda­ríkjunum, HempFlax í Hollandi, Konoplex Group í Rússlandi, Hemp Oil Canada, BAFA í Þýskalandi, Hemp Poland, Dun Agro í Hollandi, Colorado Hemp Works í Bandaríkjunum, Canah International í Rúmeníu, South Hemp Tecno á Ítalíu, Plain Industrial Hemp Processing í Kanada og MH Medical Hemp í Þýskalandi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f