Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Alþjóðaviðskipti með svínaafurðir hafa hraðað útbreiðslu svínapestarinnar á milli heimsálfa með sýktu kjöti og öðrum afurðum.
Alþjóðaviðskipti með svínaafurðir hafa hraðað útbreiðslu svínapestarinnar á milli heimsálfa með sýktu kjöti og öðrum afurðum.
Mynd / Vietnam News
Fréttir 13. nóvember 2019

Búist er við að 25% af svínum heimsbyggðarinnar drepist

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Forseti Alþjóðadýraheilbrigðis- stofnunarinnar (OIE) varaði við því í síðustu viku að að u.þ.b. fjórðungur svínastofna heimsins muni drepast af völdum afrísku svínapestarinnar. Sjúkdómurinn breiðist nú hratt út og virðist faraldurinn algjörlega vera kominn úr böndunum. 
 
Mark Schipp, forseti OIE, greindi frá skelfilegri spá sinni á fréttamannafundi í Sydney í Ástralíu fimmtudaginn 31. október. Fréttastofa Assoscated Press greindi frá þessu og hafa fjölmiðlar víða um heim tekið málið upp. 
 
Ef Schipp hefur rétt fyrir sér gæti þetta orðið mjög þungt högg fyrir svínaræktina í heiminum og leitt til mun hærra verðs á svínakjöti og hugsanlegs skorts á svínaafurðum. Þar er m.a. um að ræða blóðþynningarefnið heparíni sem unnið er úr svínaafurðum og er notað til að meðhöndla menn.
 
Dr. Mark Schipp, forseti OIE, lýsti skelfilegri spá á fundi í Ástralíu. 
„Held að tegundin muni ekki alveg glatast“
 
„Ég held að tegundin sem slík muni ekki alveg glatast,“ sagði Schipp, „en það er alvarlegasta ógnin við svínaeldi sem við höfum nokkurn tíma séð. Þetta er mesta ógnin við búfjárrækt á okkar tímum,“ sagði Mark Schipp í samtali við AP.
 
Afríska svínapestin hefur þegar valdið gríðarlegu fjárhagstjóni og ógnar fæðuöryggi þjóða og viðskiptum víða um heim. Þá er þetta mikil áskorun fyrir áframhald svínaræktar í þeim löndum sem sjúkdómurinn hefur komið harðast niður eins og fram kemur í úttekt  Alþjóðadýraheilbrigðis stofnunarinnar fyrr á þessu ári (African swine fever in wild boar ecology and biosecurity). 
 
Schipp útskýrði á fundinum í Sidney hvernig viðskipti þvert yfir landamæri á alþjóðlegum markaði með svínakjöt kyntu undir og hröðuðu útbreiðslu svínapestarinnar. Smitað kjöt og svínaafurðir væru fluttar land úr landi þannig að mjög erfitt væri að hafa eftirlit með útbreiðslunni. 
 
Hættan er sögð mest í Kína
 
Nefndi Schipp Kína sérstaklega sem mesta áhættuþáttinn í útbreiðslu veikinnar. Ástæðan er að þar er um helmingur allrar svínaræktarinnar í heiminum. Þar í landi hafa menn verið að berjast við svínapestina síðan 2018 og þurfti að fella hundruð þúsunda dýra. Þaðan hefur hún síðan borist til annarra landa. Hefur svínapestin komið upp í fjórum nágrannaríkjum Kína á þessu ári, þ.e. Mongólíu, Víetnam, Kambódíu og Hong Kong.  
 
Á meðan 97% smittilfella afrísku svína­pestarinnar hafi komið upp í Evrópu síðan 2018, þá hafa tiltölulega fá tilfelli komið upp í Asíu þar sem flest svínin hafa samt drepist vegna veikinnar, eða 1,7 milljónir svína, sem er 68% af heildardánartölunni á heimsvísu. Það bendir til að Kínverjar séu ekki í stakk búnir til að hemja útbreiðslu veikinnar. Sem betur fer er ekki talið að mannfólki stafi bein hætta af þessari veiki samkvæmt fregnum OIE, en um leið er sagt að engin lyf séu enn á boðstólum til að berjast við veikina. Bændur geta greint veikina af blæðingum í húð dýranna, þyngdartapi og öndunarerfiðleikum. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...