Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Búið er að uppskera bygg og repju að Sandhóli í
Búið er að uppskera bygg og repju að Sandhóli í
Fréttir 25. október 2019

Búinn að uppskera bygg og repju en segir hafrana geta staðið langt fram á haust

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búið er að uppskera bygg og repju að Sandhóli í Skaftárhreppi og um 1/4 af höfrunum er kominn í hús. Tíðin undanfarið hefur tafið fyrir vinnunni en Örn Karlsson bóndi segir veðurspá næstu daga lofa góðu.

Örn tvöfaldaði ræktun á höfrum í vor og sáði í milli 120 og 130 hektara. Hann segir vöxtinn í sumar hafa verið góðan en treystir sér ekki til að spá um heildaruppskeruna í ár þar sem ekki sé búið að þreskja nema hluta hennar.

Örn Karlsson.

Hafrar standa vel

„Hafrarnir eru fullþroskaðir og við þreskjum þegar við getum en tíð hefur verið blaut í haust og það tefur fyrir. Við eru búin að ná inn bygginu og repjunni og um ¼ að höfrunum. Veðurspáin næstu daga er mjög góð og ég hef engar áhyggjur af því að við náum þessu ekki í hús.

Hafrar standast haustveður betur en bygg og repja. Bygg á það til að brotna en það gera hafrar ekki og þeir eru fastheldnir á fræið. Á endanum fellur kornið þó af í vindi þegar það er orðið vel þroskað og lausara.“

Bændur á Sandhóli í Skaftárhreppi tvöfölduðu ræktunina á höfrum í ár

Minnst uppskera af fyrsta árs ökrum

„Fyrst þresking í ár er af fyrsta árs ökrum og uppskeran af þeim er minni en af ökrum sem eru á gömlum túnum sem hafa verið í ræktun í mörg ár og jafnvel áratugi og hafa fengið skít og áburð lengi. Ég treysti mér því ekki til að giska á hvernig uppskeran í ár verður miðað við árið í fyrra.“

Örn segist ekki eiga von á öðru en að hafrarnir seljist vel miðað við að hann annaði vart eftirspurn í fyrra og varan seldist upp.

Aukin ræktun kallar á aukna afkastagetu

Aðspurður segir Örn ekkert ákveðið um hvort hann auki enn við ræktunina á næsta ári. „Aukin ræktun kallar á aukna þurrkgetu auk þess sem við yrðum að líta til annarra þátta til þess að geta aukið afköstin um það sem nú er.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...