Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Anna Sigríður Pétursdóttir, garðyrkjubóndi að Brúnalaug í Eyjafirði.
Anna Sigríður Pétursdóttir, garðyrkjubóndi að Brúnalaug í Eyjafirði.
Fréttir 11. maí 2018

Búið að slökkva á helmingi lýsingarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ábúendurnir á Brúnalaug í Eyjafirði hófu lýsingu á papriku í gróðurhúsum áríð 2008. Vegna hækkunar á kostnaði við lýsinguna hafa þau slökkt á helmingi lýsingarinnar í mesta skammdeginu og þegar afhendingartími rafmagnsins í dýrastur.

Anna Sigríður Pétursdóttir, garðyrkjubóndi að Brúnalaug í Eyjafirði, segir að í tilfelli Brúnalaugar sé búið að slökkva á helmingi ljósaraðanna yfir dýrasta lýsingartímann þar sem það svari ekki lengur kostnaði að auka uppskeruna með lýsingu.

Margföld hækkun rafmagns

„Við slökktum á annarri hverri ljósaröð þegar við urðum þess áskynja að rafmagnsreikningurinn hafði hækkað í janúar á þessu ári.

Árið 2008 skall kreppan á og 2009 fengum við undanþágu hjá Seðlabankanum til að kaupa ljós vegna þess að við framleiðum matvæli,“ segir Anna. Eftir að ljósin voru komin upp jókst uppskeran í húsunum um að minnsta kosti 10 tonn miðað við það sem hún var fyrir lýsingu á sama fermetra fjölda. Það var því greinilegt að hún hafði mikil áhrif en kostnaðurinn við framleiðsluna jókst einnig mjög mikið og hann hefur aukist jafnt og þétt síðan þá. 

Kostnaðinum við rafmagnið var skipt í tvennt. Annars vegar orkuna sjálfa og hins vegar flutningurinn á henni  keyrði alveg um þverbak hvað hækkun varðar.

Kostnaður við flutninginn hefur hækkað  fjórfalt síðan  árið 2016.

Staðan í dag er einfaldlega sú að það hreinlega borgar sig ekki að lýsa yfir dýrasta afhendingartíma rafmagnsins,“ segir Anna. „Sá tími er frá október og út apríl. Við notum svokallaðan afltaxta.“

Afltoppur eða tímaháður taxti

Anna telur að fleiri garðyrkjubændur séu að íhuga að draga úr lýsingu yfir mesta skammdegið og dýrasta afhendingartímann vegna þess að það svari einfaldlega ekki kostnaði að rækta grænmeti á þeim kjörum sem bjóðast.

Garðyrkjubændum býðst að kaupa rafmagn með tvenns konar hætti. Annars vegar á svokölluðum afltoppi en hins vegar í tímaháðum taxta. Samkvæmt tímaháðum taxta er afhending rafmagns dýrari á þeim tímum sólarhringsins þegar almenn notkun er mest. Kaup á afltoppum þýðir að rafmagn er keypt þegar orkustreymi er mest á tímaeiningu

Mikil hækkun á dreifingu

Samkvæmt rafmagnsreikningum sem Bændablaðið hefur undir höndum kostaði dreifing á orku til garðyrkjubænda í dreifbýli 4,70 krónur fyrir hverja kílówattstund árið 2017 en hefur hækkað í 5,83 krónur 2018.

Innlend orka of dýr

Að sögn Önnu er skammarlegt til þess að hugsa að staðan sé sú að íslenskir garðyrkjubændur geti ekki boðið upp á íslenskt grænmeti allt árið vegna þess að innlend og umhverfisvæn orka sé of hátt verðlögð og þess í stað sé flutt inn grænmeti í stórum stíl með tilheyrandi kostnaði og mengun.

Skylt efni: Garðyrkja | ræktun | Rafmagn | Rarik

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f