Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Búið að borga út jarðræktarstyrki og landgreiðslur
Mynd / smh
Fréttir 6. janúar 2022

Búið að borga út jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur borgað út jarðræktarstyrki og landgreiðslur fyrir síðasta ár. Að þessu sinni er greitt út á 90.772 hektara samtals, en árið 2020 var greitt út á 91.469 hektara.

Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu voru landgreiðslur greiddar út á 79.869 hektara á síðasta ári (35.860 spildna) en árið 2020 var greitt út á 78.628 hektara. Jarðræktarstyrkir voru nú veittir vegna 10.903 hektara (4.634 ræktunarspildur) en voru 12.841 hektari árið 2020.

Alls voru 1.518 umsóknir samþykktar fyrir síðasta ár en voru 1.549 árið 2020.

Umsækjendur hafa fengið rafrænt bréf í jarðabók Afurðar með upplýsingum um úthlutunina, sem einnig eru aðgengilegar í stafrænu pósthólfi stjórnvalda á vefnum island.is.

Útreikningur byggir á upplýsingum úr Jörð

„Útreikningur um landstærðir og ræktun byggjast á upplýsingum úr jarðræktarskýrsluhaldi í forritinu Jörð.is, sem svo aftur byggir á landupplýsingagrunni túnkorta. Úttektarmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sjá um úttektir í samræmi við reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði nr 430/2021.

Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda hektara (ha.) sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha. sem sótt er um stuðning fyrir. Fullur jarðræktarstyrkur er veittur fyrir ræktun upp að 30 ha. en hlutfallast skv. töflu í 7. gr. reglugerðar nr. 430/2021,“ segir á vef ráðuneytisins.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...