Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn.
Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn.
Fréttir 6. febrúar 2019

Búi skoðar áframhaldandi slátrun á Höfn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leigusamningur Norðlenska við Búa á Höfn rennur út um miðjan júlí næstkomandi. Ekki stendur til hjá Norðlenska að endurnýja samninginn og mun fyrirtækið því hætta slátrun þar. Heimamenn skoða möguleikann á áframhaldandi rekstri.

Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn, segir segir að leigusamningur Norðlenska við Búa renni út um miðjan júlí næstkomandi og að ekki standi til hjá Norðlenska að endurnýja samningin og mun fyrirtækið því hætta slátrun þar.

„Framhald slátrunar á Höfn er því óráðið eins og er en heimamenn eru að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Einn möguleikinn er að Búi og heimamenn verði með áframhaldandi rekstur og taki að sér slátrun. Við vitum ekki enn sjálf hvort það verður Búi sem sér um reksturinn eða hvort um hann verður stofnað sérstakt hlutafélag og reksturinn. Ég á samt von á að það skýrist á næstu vikum,“ segir Eiríkur.

Eiríkur segir að Norðlenska hafi dregið úr slátrun á Höfn undanfarið ár og að á síðasta ári hafi verið slátrað réttu um tuttugu þúsund fjár á Höfn en talsvert af fé flutt á bílum norður á Húsavík til slátrunar þar.

„Sauðfé hefur fækkað á svæðinu undanfarin ár en hér var slátrað úr Lóni, Djúpavogshreppi og alveg austur á Berufjarðarströnd 2015 og 2016 og þá var slátrað hér yfir 30 þúsund fjár og getan í húsinu er um 35 þúsund.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...