Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Búháttaskipti í landbúnaði
Mynd / Bbl
Lesendarýni 17. ágúst 2021

Búháttaskipti í landbúnaði

Höfundur: Reynir Kristinsson

Orkuskipti einstaklinga og fyrirtækja í rekstri smærri bíla hefur gengið mjög vel og jafnvel umfram væntingar. Aðkoma ríkissjóðs með lækkun gjalda skilar þar góðum árangri.

Væri mögulega hægt að gera svipaða hluti í landbúnaði þ.e. að skipta úr t.d. hefðbundnum sauðfjárbúskap þar sem arðsemi er lítil og áhrif á gróðurfar landsins mikil, yfir í skógrækt til kolefnisbindingar og viðarframleiðslu, með stuðningi ríkissjóðs?

Fram til 2040 mun þurfa 60-100 þús. ha. af landi undir skógrækt til kolefnisbindingar og síðar viðarframleiðslu. Það er mikilvægt að gera bændum sem landeigendum kleift að koma að þessu verkefni og spurning hvernig megi nýta þetta tækifæri til búháttaskipta þar sem afkoma er döpur og ekki útlit fyrir að úr rætist.

Í dag er t.d. kindakjötsframleiðsla tvöföld innanlandsneysla og árið 2019 voru afurðatekjur/kind kr. 11.575 og opinberar greiðslur/kind kr. 14.340.

Árekstrar á milli sauðfjárbænda og annarra landeigenda sérstaklega þeirra sem vilja rækta skóg hafa aukist. Við sem þjóð höfum undirgengist alþjóðlega samninga í loftslagsmálum sem mun kosta skattgreiðendur mikla fjármuni ef ekki tekst að gera viðhlítandi ráðstafanir.

Er eitthvað því til fyrirstöðu að gera bændum sem það vilja kleift að fara í búháttaskipti t.d. úr offramleiðslu á kindakjöti yfir í eftirspurnarframleiðslu á kolefnisbindingu og viðarframleiðslu?

Skattgreiðendur eru þegar að greiða bændum fyrir framleiðslu sína, má ekki gera það áfram t.d. til ársins 2040 á móti því að þeir fari í að vinna að skógrækt á landi sínu þannig að þeir geti framleitt kolefniseiningar og síðar farið í viðarframleiðslu þannig að þeir verði sjálfbærir og geti búið áfram á jörðum sínum en neyðist ekki til að selja þær jafnvel erlendum aðilum eins og gerst hefur.

Það væri áhugavert að fá umræðu um þetta í tengslum við væntanlegar kosningar þannig að þeir sem við taka geti komið fram með góðar lausnir í samráði við Bændasamtökin.

Reynir Kristinsson
reynir@kolvidur.is
áhugamaður um loftslags-
mál og skógrækt.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f