Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sjálfboðaliðar frá ríkisháskólanum í Michigan og félagsmenn Landverndar ýttu verkefninu Græðum Ísland úr vör með gróðursetningu birkitrjáa við Hekluskóga.
Sjálfboðaliðar frá ríkisháskólanum í Michigan og félagsmenn Landverndar ýttu verkefninu Græðum Ísland úr vör með gróðursetningu birkitrjáa við Hekluskóga.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 1. júní 2017

Brýnt að endurheimta landkosti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Græðum Ísland er yfirskrift á nýju sjálfboðaliðaverkefni í landgræðslu sem ýtt var úr vör við Þjófafoss í Þjórsá laugardaginn 13. maí sl. Verkefnið felst í því að bjóða ferðamönnum, nemendahópum og fyrirtækjum, erlendum og íslenskum, að taka þátt í endurheimt örfoka lands. 
 
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd standa fyrir verkefninu en það er unnið í samstarfi við Hekluskóga, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar. Þá nýtur verkefnið framlög úr söfnun WOW air meðal farþega fyrirtækisins, ásamt styrkjum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Ferðafélagi Íslands.
 
Í sumar mun verkefnið fara fram á Hekluskógasvæðinu á Suðurlandi en jafnframt er leitað að fleiri hentugum svæðum víðs vegar um land. Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi styrkir verkefnið nú á fyrsta ári og því er sérstök áhersla lögð á að fá sjálfboðaliða frá Bandaríkjunum í ár. Það voru einmitt sjálfboðaliðar frá ríkisháskólanum í Michigan í Bandaríkjunum sem, ásamt félagsmönnum Landverndar, gróðursettu birkiplöntur við land Þjófafoss við setningarathöfn verkefnisins. 
 
„Ég fagna mjög þessu átaki og tel að það veki með verðugum hætti athygli á þessu brýna verkefni okkar þjóðarinnar, að endurheimta landkosti. Það er í anda landgræðslustarfsins að það komi sem allra flestir, innlendir og erlendir gestir, að þessu þýðingarmikla verkefni því að við Íslendingar erum svo óendanlega rík af illa förnu landi að verkefnin eru nánast óþrjótandi,“ segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, sem er verndari verkefnisins. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...