Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Brislingur (Sprattus sprattus) er smávaxinn fiskur af síldarætt.
Brislingur (Sprattus sprattus) er smávaxinn fiskur af síldarætt.
Fréttir 27. janúar 2022

Brislingur er farinn að veiðast við Ísland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brislingur er fisktegund sem er farinn að veiðast í auknum mæli við landið. Í nýlegu hefti Náttúrufræðingsins er grein um fisktegundina og þar segir að hún hafi fundist í vaxandi mæli við Íslandsstrendur frá árinu 2017.

Í greininni er getið um alla þekkta fundarstaði brislings við landið hingað til. Brislingur er fremur strandlægur fiskur og hefur nú fundist víða við sunnan- og vestanvert landið, flestir út af Rangársandi og Landeyjasandi, í Faxaflóa, Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi. Langflestir brislinganna voru kynþroska fiskar.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar veiddist brislingur í fyrsta skipti við Ísland í ágúst 2017. Einungis einn fiskur veiddist og var hann 15 sentímetra langur og fékkst á 20 metra dýpi undan Eyjafjallasandi.

Brislingur (Sprattus sprattus) er smávaxinn fiskur af síldarætt, verður sjaldnast stærri en 16 sentímetrar. Hann líkist smásíld, en er auðgreindur frá síld á því að kviðrönd er með þunnan, snarp­tenntan kjöl og rætur kviðugga eru undir eða rétt framan við upphaf bakugga í stað þess að vera undir honum miðjum.

Brislingur er uppsjávarfiskur á grunnsævi, oft nærri ströndum og þolir vel seltulítinn sjó.

Útbreiðslan er víðáttumikil á landgrunni Norður-Evrópu og Afríku, einkum innan 50 m dýptarlínu. Hún nær frá

Atlantshafsströnd Marokkó og norður í Norðursjó og að strönd suðurhluta Noregs og inn í Eystrasalt. Þá finnst hann í Miðjarðarhafi, Adríahafi og Svartahafi.

Brislingur er mikilvæg stærð í vistkerfinu í Eystrasalti og Norðursjó og spennandi verður að fylgjast með hvernig honum muni reiða af hér við land.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...