Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá Búgreinaþingi 2022 sem fram fór á Hótel Natura í Reykjavík dagana 3.–4. mars.
Frá Búgreinaþingi 2022 sem fram fór á Hótel Natura í Reykjavík dagana 3.–4. mars.
Mynd / HKr.
Skoðun 10. mars 2022

Breytt heimsmynd

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Búgreinaþing Bændasamtaka Íslands var haldið í fyrsta sinn dagana 3. og 4. mars síðastliðinn þar sem bændur úr nær öllum búgreinum komu saman til þings og réðu ráðum sínum um málefni íslensks landbúnaðar og viðkomandi búgreina undir yfirskriftinni Samstíga landbúnaður. Þingið var vel sótt og góður rómur gerður af þessu fyrirkomulagi þar sem allar búgreinar hittust á sama stað á sama tíma og verður hér eftir um árvissan viðburð að ræða.

Eftir þingið verður  unnið úr ályktunum og tillögum frá þinginu og það samræmt í tillöguform fyrir Búnaðarþing sem haldið verður dagana 31. mars og 1. apríl næstkomandi. Mín upplifun af þessu fyrirkomulagi var mjög jákvæð en ýmislegt má betur fara, en þetta var jú frumraun og treystum því að við í sameiningu lagfærum þá vankanta svo betur megi fara.

Á stríðstímum 

Í einfeldni minni taldi ég að orðin „á stríðstímum“ myndu aldrei koma af mínum vörum, en sú er einmitt raunin núna. Sem frumframleiðendur matvæla þurfum við að huga að aðföngum og tryggja það að fæðuframleiðsla fyrir íslenska þjóð verði hnökralaus. Okkar mestu áhyggjur um þessar stundir snúa ekki einvörðungu að hækkunum á áburði, heldur hvort og hvernig áburður verður fluttur á milli landa. Samkvæmt okkar upplýsingum hafa birgjar tryggt að áburður sem búið var að panta berst til landsins, en hver staðan verður fyrir vorið 2023 er eitthvað sem við verðum að fara að huga að í tíma.

Veikleiki í þjóðaröryggi?

Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland var samþykkt á Alþingi 13. apríl 2016. Markmið með þjóðaröryggisstefnu er að tryggja sjálfstæði, fullveldi og friðhelgi landamæra Íslands, öryggi borgaranna og vernd stjórnkerfis og grunnvirkja samfélagsins. Í þjóðaröryggisstefnunni endurspeglast „Breið sýn á þjóðaröryggi“, öryggi sem tekur til fleiri og flóknari þátta en áður þekktist bæði af mannavöldum og/eða vegna náttúruhamfara. Ísland er fámennt eyríki sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her og tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana.

Í stefnunni raðast ógnir og áhættuþættir í þrjá flokka þar sem fæðu- og matvælaöryggi fellur í flokk 2 yfir ógnir sem þarfnast fullrar athygli stjórnvalda. Það sem matvælaframleiðendur, fyrirtæki og landsmenn þurfa nú að fá upplýsingar um er hvort tilefni sé til þess að uppfæra áhættumat þjóðaröryggisstefnu, eru til nægar birgðir af áburði, kjarnfóðri og hrávöru til matvælaframleiðslu í landinu? Til hversu langs tíma dugar það ef stríðið dregst á langinn? Því eins og alþjóð veit er Úkraína einn stærsti framleiðandi á kornafurðum í heimi. Nú þegar hafa kornafurðir hækkað eftir sem dagarnir líða, hvar það endar veit enginn. Vitanlega þurfa íslensk stjórnvöld að kortleggja heildarhagsmuni íslenskra fyrirtækja en við verðum jafnframt á sama tíma að líta til þess að verulega getur hrikt í stoðunum ef brestir fara að myndast í aðfangakeðjunni. Eitt er þó víst að við sem störfum í landbúnaði þurfum að vinna okkur áfram í þessari breyttu heimsmynd.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...