Breytingar á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár miða að því að skýra gildandi ákvæði, samræma reglur og taka betur mið af ólíkum þörfum dýrategundanna.
Breytingar á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár miða að því að skýra gildandi ákvæði, samræma reglur og taka betur mið af ólíkum þörfum dýrategundanna.
Mynd / smh
Fréttir 6. nóvember 2025

Breytingar á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Atvinnuvegaráðuneytið hefur lagt drög að reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár í samráðsgátt stjórnvalda. Um endurskoðun á gildandi reglugerð er að ræða sem miðar að því að skýra gildandi ákvæði, samræma reglur og taka betur mið af ólíkum þörfum dýrategundanna.

Breytingatillögurnar byggja á reynslu og athugasemdum sem komið hafa fram við framkvæmd reglugerðarinnar sem tók gildi árið 2014.

Aukin þekking á velferðarþáttum

Sigurbjörg Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að reglugerðin hafi staðið nánast óbreytt frá gildistöku. „Við eftirlit stofnunarinnar höfum við rekið okkur á ýmis atriði sem við töldum að betur mætti fara og var því stungið upp á að fara í vinnu við endurskoðun reglugerðarinnar. Reglugerðin er gefin út sem velferðarreglugerð sauðfjár og geitfjár – en síðan er reglugerðin í raun eingöngu skrifuð út frá sauðfé. Reynt er að bæta úr því í endurskoðaðri reglugerð,“ segir Sigurbjörg.

Hún bætir við að aukin þekking á velferðarþáttum sauðfjár og geitfjár hafi komið fram og reynt sé að hafa hliðsjón af því við endurskoðunina.

Sauðfé og geitfé ólíkar dýrategundir

Í greinargerð með breytingartillögunum kemur fram að breytingar á 5. grein séu til að árétta og tilgreina nákvæmar um almenna meðferð á fé, svo sem að halda fé í hjörðum, daglegt eigið eftirlit yfir vetrartímann, nánar um rúning á sauðfé og sértæka umhirðu geita. Sett er inn ákvæði um skyldu til að fjarlægja hræ úr umhverfi lifandi dýra. Til að forðast misræmi í reglugerðum eru tekin út ákvæði sem fjalla um sértækar smitvarnir með tilliti til riðuveiki.

Breytingar á 6. grein eru til að árétta að sauðfé og geitur eru ólíkar dýrategundir með misjafnar þarfir sem rétt er að tilgreina með ákvæðum. Einnig er áréttað að beit og fóður sé ávallt nægjanlegt og aðgengi að hreinu vatni sé ávallt til staðar.

Bannað að æxla saman geitfé og sauðfé

Þá bætist nýr málsliður við 9. grein: „Bannað er að æxla saman geitfé og sauðfé.“ Í greinargerðinni segir að breytingarnar séu til þess að árétta ákvæði 19. gr. laga um velferð dýra sem fjallar um takmarkanir á æxlun dýra. Bann við æxlun sauðfjár og geitfjár er til að árétta að sauðfé og geitur eru ólíkar dýrategundir.

Loks má nefna breytingar á 14. grein, sem eru til að árétta að sauðfé og geitur eru ólíkar dýrategundir með misjafnar þarfir og tilgreint að ekki megi halda sauðfé og geitur saman í kró og að geitur eigi að geta farið upp á palla í mismunandi hæðum. Einnig er ákvæði um að allt fé eigi að geta legið samtímis og að lágmarks legurými skuli vera úr efni með litla varmaleiðni sé gólfið úr málmi.

Opið er fyrir umsagnir í samráðsgátt til 7. nóvember.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...