Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Breytingar á reglugerð um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs
Fréttir 1. júlí 2025

Breytingar á reglugerð um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs

Höfundur: Sturla Óskarsson

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt drög að breytingu á reglugerð um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs í samráðsgátt stjórnvalda. Með reglugerðinni er ætlað að innleiða tilskipanir Evrópusambandsins um umbúðir og umbúðaúrgang og tryggja að þess háttar úrgangur hafi sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið.

Meðal þeirra breytinga sem lagt er fram er skylda til lágmarkshlutfalls endurunnins plasts í einstaka plastflöskum; það verður 25% frá og með 1. janúar 2026 og yrði hækkað í 30 prósent í janúar 2030. Sett verða 77% söfnunarviðmið fyrir einnota plastflöskur og 90% fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir fyrir lok árs 2025. Hlutfallið skal hafa náð 90% fyrir árið 2029 fyrir báðar tegundir umbúða. Skilagjald þykir hafa borið góðan árangur hér á landi og er skilahlutfall fyrir slíkar umbúðir nú þegar í kringum 90%.

Í reglugerðinni er einnig kveðið á um endurvinnslumarkmið fyrir umbúðaúrgang. Sértæk markmið verða fyrir ólíkar úrgangstegundir. 50% af plasti, 25% af viði, 70% af járnríkum málmum, 50% af áli, 70% af gleri og 75% af pappír og pappa skulu að lágmarki vera endurunnin. Fyrir 31. desember 2030 hækka þessi viðmið um 5–10% eftir flokkum. Fyrir umbúðaúrgang í heild er kveðið á um að eigi síðar en 31. desember 2025 skuli að lágmarki 65% alls umbúðaúrgangs, miðað við þyngd, endurunninn. Lágmarksviðmið verður síðan hækkað í 70% fyrir 31. desember 2030.

Frestur til þess að senda umsögn í samráðsgátt um breytingarnar er til og með 7. júlí næstkomandi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...