Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Höfundur: Þröstur Helgason

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felur í sér hækkun á erfðafjárskatti sem gæti bitnað illa á erfingjum bænda, að því er fram kemur í umsögn Deloitte Legal og Bændasamtakanna.

Í 11. grein frumvarpsins er lagt til að hækka stofn til erfðafjárskatts. Lagt er til að lönd og jarðir sem skipta um hendur við arfleiðslu skuli metnar til markaðsverðs. Í umsögn Deloitte segir að núverandi ákvæði kveði skýrt á um að fasteignir, þ.m.t. jarðir, skuli taldar á fasteignamatsverði. Nú séu hins vegar jarðir teknar út fyrir sviga og erfingjum ætlað að láta meta „markaðsverð“ þeirra. Af þessu leiði að erfingjar þurfi að leggja út í aukinn kostnað við að afla verðmats frá fasteignasala til að meta virði jarða í stað þess að nota hið opinbera skráða markaðsverð þeirra í landskrá fasteigna, eins og gildir um allar aðrar fasteignir.

„Áhrifin verða eflaust gríðarlega kostnaðarsöm fyrir erfingja íslenskra bænda því nú þarf við arfleiðslu að fara að meta jarðir þeirra og hlunnindi þeirra til einhvers óþekkts markaðsverðs, þegar kannski reksturinn einn og sér er ekki sérstaklega arðbær. Deloitte Legal telur mjög varhugavert að hækka erfðafjárskattsstofninn með þessum hætti því raunverulegt markaðsverð á jörðum er almennt verulega óljóst,“ segir í umsögninni.

Í umsögn Bændasamtakanna er tekið í sama streng en að auki bent á að frumvarpsdrögin geti haft neikvæð áhrif á nýliðun og ættliðaskipti innan bændastéttarinnar: „Erfingjar jarða og landa geta orðið fyrir miklum kostnaðarauka að þurfa að láta meta eignina sérstaklega fyrir erfðafjárskýrslu í stað þess að byggja á opinberum gögnum og útreikningum eins og fasteignamatinu. Að gera kröfu um slíkan kostnaðarauka og fyrirhöfn gengur aukinheldur þvert gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að auðvelda nýliðun og ættliðaskipti innan bændastéttarinnar.“ Bændasamtökin setja verulegar athugasemdir við þennan lið frumvarpsins og telja rétt að fallið sé frá honum.

Skylt efni: erfðafjárskattur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f