Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Breskir svínabændur minnka notkun á sýklalyfjum
Mynd / Wikimedia commons / Alan Fryer
Fréttir 3. apríl 2017

Breskir svínabændur minnka notkun á sýklalyfjum

Höfundur: Landbrugsavisen / ehg
Nýjar tölur frá breskum fóðurverksmiðjum sýna að notkun sýklalyfja hjá smágrísum minnkar töluvert milli ára. Þetta kemur til af átaki fóðurframleiðenda og breskra svínabænda og hefur notkun á sýklalyfjum í fóðri minnkað til muna síðastliðin þrjú ár.
 
Nýjar tölur frá breskum fóðurverksmiðjum sýna að árið 2014 var notað um 37 prósent af sýklalyfjum í seldu smágrísafóðri á meðan magnið hafði fallið niður í 18 prósent í lok síðasta árs. Tveir þriðju af þessari minnkun áttu sér stað árið 2016. Að hluta til er í stað sýklalyfja notað bætiefnið zinkoxid fyrir smágrísina í fóðrinu en einnig er mun meiri áhersla en áður á að ná niður sýklalyfjanotkuninni sem hefur haft sín áhrif.
 
Það sem hefur einnig hjálpað til er að á síðasta ári fór Félag svínabænda í Bretlandi í herferð um betri stjórnun á sýklalyfjum sem hefur hjálpað bændum við að minnka notkunina meðal annars með kvótum og takmörkun á notkun á verstu tegundum sýklalyfja.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...