Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændur á Bretlandseyjum eiga erfitt uppdráttar vegna hækkana.
Bændur á Bretlandseyjum eiga erfitt uppdráttar vegna hækkana.
Mynd / M&S
Utan úr heimi 16. júní 2023

Breskir bændur stynja undan verðhækkunum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bretar glíma við miklar verðhækkanir á matvöru, rúm 19% að jafnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, að því er kemur fram á fréttavef BBC.

Hefur það leitt af sér ýmis vandkvæði fyrir bændur á Bretlandseyjum, ekki síður en neytendur. Jafn skörp hækkun hefur ekki sést í tæp 45 ár og valda henni margir samverkandi þættir, svo sem afleiðingar Covid-19 faraldursins, breytingar í kjölfar Brexit og innrásarstríð Rússa í Úkraínu. Útsæði og áburður hefur hækkað umtalsvert í verði í Bretlandi eins og annars staðar og segjast bændur þar verða varir við nærfellt daglega hækkun á aðföngum til landbúnaðar. Svo tekið sé dæmi hefur kostnaður kartöflubónda í Pembrokeshire vegna áburðarkaupa farið úr 290 pundum í 900 á örfáum misserum, úr 50 þúsund íslenskum krónum í 158 þúsund krónur.

Hvað varðar hækkun á landbúnaðarvörum til breskra neytenda má nefna að agúrkur hafa til dæmis hækkað um 54%, gerilsneydd mjólk um 33% og kartöflur og smjör um 28%

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...