Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðni Ágústsson afhenti Elfari Guðna Þórðarsyni ritið um Menningarver- stöðina á Stokkseyri og listaverkið Brennið þið vitar.
Guðni Ágústsson afhenti Elfari Guðna Þórðarsyni ritið um Menningarver- stöðina á Stokkseyri og listaverkið Brennið þið vitar.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 10. janúar 2023

Brennið þið vitar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sögu- og menningarstund var haldin um Elfars Guðna Þórðarsonar listmálara í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri fyrir skömmu.

Tilefni var að 20 ár eru frá því að listaverkið Brennið þið vitar var afhjúpað.

Af þessu tilefni tók Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi, undir verkstjórn Björns Inga Bjarnasonar, saman veglegt rit um tilurð menningarverstöðvarinnar og listaverksins Brennið þið vitar.

Menningarverstöð verður til

Hraðfrystihús Stokkseyrar var endurbyggt og stækkað verulega eftir mikinn bruna þann 30. maí 1979. Reisugildi hins nýja endurbyggða húss var þann 12. október sama ár.

Árið 2006 var hafist handa við breytingar á húsnæðinu til þess að gera það aðgengilegt fyrir þessa nýju notkun og til varð Menningarverstöðin Hólmaröst.

Elfar Guðni Þórðarson var fyrsti listamaðurinn sem var með vinnustofu í Hólmaröst. Elfar kallaði vinnustofu sína Svartaklett og er heitið sótt í fjöruna rétt vestan við Stokkseyrarbryggju.

Hluti af innkomu Elfars Guðna í Menningarverstöðina árið 2001 var að mála 30 fermetra Íslandsmynd þar sem allir helstu vitar landsins voru settir á ströndina með tölvustýrðum ljósabúnaði. Síðan var lag Páls Ísólfssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar Brennið þið vitar, í flutningi karlakórs, leikið undir meðan ljós á öllum vitum landsins komu inn á rúmum fjórum mínútum.

Skylt efni: saga og menning

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f