Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Brekka
Bóndinn 5. júlí 2021

Brekka

Jörðin hefur verið í eigu sömu fjölskyldu síðan 1946 en þá keyptu þau Óskar Jóhannesson og Hildur Guðmundsdóttir jörðina. Þau fluttu frá Reykjavík ásamt Jóhannesi Guðlaugssyni, föður Óskars. Þegar þau fluttu að Brekku var enginn vegur að bænum, sem var torfbær með moldargólfi, enginn sími, það var ekki komið veiturafmagn en það var rafstöð í læknum svo þau höfðu það umfram nágrannabæina.

Þau tóku við því búi sem var á Brekku, nokkrar kýr og kindur en þau voru líka brautryðjendur í vélaverktöku í jarðvinnslu og vörubílaakstri fyrstu árin og hefur sú starfsemi verið rekin á Brekku síðan. Síðar fóru þau einnig út í ferðaþjónustu sem ekki var mikið um á þessum árum, margir þekkja eflaust orlofssvæðið í Brekkuskógi en það stofnuðu þau í kringum árið 1973.

Árið 2004 keyptu Jóhannes Helgason, dóttursonur Óskars og Hildar, og eiginkona hans, Helga María Jónsdóttir, jörðina. Óskar og Hildur bjuggu ásamt þeim Jóhannesi, Helgu Maríu og börnum þeirra fjórum, á Brekku svo lengi sem þau lifðu.

Býli:  Brekka.

Staðsett í sveit: Biskupstungum í Bláskógabyggð.

Ábúendur: Jóhannes Helgason og Helga María Jónsdóttir ásamt börnum sínum og tengdadóttur.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Jóhannes og Helga María eiga fjögur börn, þau Jón Óskar, Valdísi Björk (tengdadóttir), Finn, Rósu Kristínu og Hildi Maríu en þau eru öll búsett á Brekku, ásamt þeim búa þar líka tveir íslenskir fjárhundar, þær Díva og Perla og Chiwawa hundarnir Fróði og Tobba.

Stærð jarðar? 670 ha.

Gerð bús? Jarðvinnuverktaka, sumarbústaðalönd, ferðaþjónusta og tamningastöð/hrossarækt en Finnur, Jón Óskar og Valdís Björk eru öll menntaðir reiðkennarar og tamningamenn.

Fjöldi búfjár og tegundir? Hrossarækt og nokkrar kindur til yndisauka.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Jóhannes er í verktökunni þar sem engir tveir dagar eru eins. Helga María sér um bókhaldið, ferðaþjónustuna, þ.e. gistinguna sem hefur verið róleg undanfarið, og ýmislegt sem til fellur, börnin sjá um hesthúsið og þann rekstur sem því tilheyrir.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Í vinnuvélunum er skemmtilegast að vera með ný/nýleg góð tæki en leiðinlegast ef bilar á versta tíma.

Í hestunum er mjög gaman á vorin að sjá folöldin koma í heiminn og þegar vel gengur bæði í kynbótadómum og keppni. Leiðinlegast er þegar hross slasast sem gerist sem betur fer ekki oft.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Meiri ferðaþjónustu og góða hrossarækt.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Rjómi, mjólk, smjör og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lambafile með tilheyrandi.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Byggingin á hesthúsinu og reiðskemmunni, fyrsta skóflustungan var tekin í ágúst 2019 og það var virkilega gaman að taka þessa aðstöðu í notkun.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f