Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Brekka
Bóndinn 28. febrúar 2019

Brekka

Birkir Ármannsson og Brynja Rúnarsdóttir keyptu jörðina Brekku í Þykkvabæ  vorið 1998 af Ágústi Helgasyni og Þóru Kristínu Runólfsdóttur. 

Árið 2002 keyptu þau hluta af jörðinni Skinnum og 2015 fjárfestu þau í landi á jörðinni Húnakoti. Á jörðinni er stunduð kartöflurækt, sauðfjárrækt ásamt rækt á nokkrum hrossum. 

Býli: Brekka.

Staðsett í sveit: Þykkvibær í Rangárþingi ytra.

Ábúendur: Birkir Ármannsson og Brynja Rúnarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Í Brekku búa Brynja og Birkir ásamt börnum sínum, Bjarnveigu Björk, 19 ára, Bergrúnu Önnu, 17 ára, Birki Hreimi, 15 ára og hundinum Ösku Snælist. Uppkomin börn eru tvö, Guðmundur Gunnar, 31 árs, maki Guðrún Ýr, og Glódís Margrét, 28 ára, maki Eiríkur. Barnabörnin eru Gunnar Baltasar, 10 ára, Mikael Máni, 9 ára, Ólafur Kolbeinn, 4 ára, Brynja María, 2 ára og Brynjólfur Marvin, 2 mánaða. 

Stærð jarðar? 300 hektarar þar af 45 ræktaðir.

Gerð bús? Kartöflurækt, sauðfé og hestar.

Fjöldi búfjár og tegundir? 70 kindur og 30 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á veturna er byrjað á gegningum á morgnana, yfir daginn er sinnt kartöfluplöntunum, svo í lok dags er litið í fjárhúsin.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er sauðburðurinn á góðum vordegi ásamt því að taka upp kartöflur með allri stórfjölskyldunni í góðu haustveðri.

Leiðinlegasta starfið er án efa að taka upp kartöflur í vondu og votu veðri, sérstaklega þegar það dregst fram í október.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi í blóma með auknum tækifærum.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í góðum farvegi. Það er ekkert sjálfgefið að fólk gefi sig í þau, en þeir sem sinna þeim gera sitt besta.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það verður smá brekka núna ef frumvarp landbúnaðarráðherra nær fram að ganga. En við höfum sérstöðu með okkar landbúnaðarafurðir. Við treystum íslenskum neytendum til að velja hreinleika íslenskra afurða.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Það verða alltaf tækifæri að flytja út íslenskar landbúnaðarvörur. Nýjasta dæmið er að Danir er farnir að kaupa íslenska agúrku. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 10 árum?

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það eru alltaf til berjasultur, egg, mjólk og gulrætur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Á sumrin eru nýuppteknar kart-öflur með smjöri og salti langvinsælastar.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við gáfum fólki færi á því að koma á akurinn og taka upp kartöflur því vætan var svo mikil það haustið að vélar komust ekki um í honum.

3 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...