Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Breiðavað
Bóndinn 13. ágúst 2015

Breiðavað

Stefanía kom í Breiðavað 1984 og hóf þar búskab ásamt Kristjáni Frímanssyni og móður hans Guðrúnu Blöndal. Kristján lést árið 1999 og Stefanía, ásamt Þór­arni Bjarka Benediktsyni, keypti jörðina af Guðrúnu árið 2000. 
 
Býli:  Breiðavað.
 
Staðsett í sveit:  Austur-Húna­vatns­sýsla.
 
Ábúendur: Stefanía Egilsdóttir og Þórarinn Bjarki Benediktsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýr): 
Dæturnar okkar fjórar eru Dagný Björk fædd 1985, Jenný Drífa fædd 1990, Árný Dögg fædd 1995 og Hjördís fædd 2002. Gæludýrin eru chihuahua-tíkin Tanja, kötturinn Snúlla og sex border collie-hundar.
 
Stærð jarðar:  982 ha.
 
Gerð bús: Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir:
550 fjár, 24 hross, níu geitur og kiðlingar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hefbundið á sauðfjárbúi. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt gaman ef við ger­um það saman, nema tína plast af girðingum, segir Hjördís.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan og nú, kannski fleiri geitur.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Bara vonandi vel .
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í hreinum afurðum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, ostur, skinka og svolítið af bjór.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heim­ilinu? Lambakjöt .
 
Eftirminnilegasta atvikið við bú­störfin? Þegar við tókum við jörð­inni og einnig þegar við fengum okkur geitur.

5 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f