Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Alls brautskráðust 34 búfræðingar frá Landbúnaðarháskólaum að þessu sinni.
Alls brautskráðust 34 búfræðingar frá Landbúnaðarháskólaum að þessu sinni.
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Höfundur: Sturla Óskarsson

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi.

Alls brautskráðust 34 búfræðingar og Kristín Ólafsdóttir hlaut þar verðlaun fyrir frábæran árangur á búfræðiprófi. Tíu nemendur brautskráðust úr búvísindum og einn úr hestfræði. Þrír nemendur brautskráðust úr landslagsarkitektúr, Maríanna Ósk Mikaelsdóttir var þar með hæstu einkunn nemenda skólans fyrir B.S. verkefni sitt sem fjallaði um náttúruperluna Kjarnaskóg og greiningu á þáttum sem stuðla að vinsældum útivistarsvæða.

Sex nemendur brautskráðust úr skógfræði og þar hlaut Salka Einarsdóttir sérstök verðlaun fyrir góðan árangur á B.S. prófi en hún hlaut hæstu meðaleinkunn útskrifaðra nemenda að þessu sinni eða 9,02.

Úr meistaranámi brautskráðust tíu nemendur úr skipulagsfræði, rannsóknarmiðuðu meistaranámi og umhverfisbreytingum á norðurslóðum.

Jafnframt luku tveir nemendur doktorsnámi, Heiðrún Sigurðardóttir úr búvísindum og Mathilde F. Marie Defourneaux úr náttúru- og umhverfisfræði.

Skylt efni: LbhÍ

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f