Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Reiðsýningin markar í hugum margra lokapunktinn í námi við Hestafræðideild. Stundin, þegar væntanlegir reiðkennarar klæðast bláa jakkanum í lok sýningar, er fyrir mörgum jafngildi brautskráningar og koma fjölskyldur og vinir nemendanna heim að Hólum til að fagna með sínu fólki.
Reiðsýningin markar í hugum margra lokapunktinn í námi við Hestafræðideild. Stundin, þegar væntanlegir reiðkennarar klæðast bláa jakkanum í lok sýningar, er fyrir mörgum jafngildi brautskráningar og koma fjölskyldur og vinir nemendanna heim að Hólum til að fagna með sínu fólki.
Mynd / Árni Rúnar Hrólfsson
Fréttir 21. júlí 2021

Brautskráning frá Hestafræðideild Háskólans á Hólum

Höfundur: Háskólinn á Hólum

Brautskráning nemenda frá öllum deildum Háskólans á Hólum fór fram við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, föstudaginn 11. júní 2021. Í ár útskrifaðist 21 nemandi úr Hestafræðideild, 20 með BS próf í reiðmennsku og reiðkennslu og einn með diplómu í reiðmennsku og reiðkennslu. Brautskráningarnemar til BS-­prófs í reiðmennsku og reið­kennslu luku námi sínu við skólann um hvítasunnuhelgina. Þetta gerðu þeir annars vegar með þátttöku í árlegu Hólamóti í hestaíþróttum og hins vegar með glæsilegri reiðsýningu á aðalreiðvelli skólans sem var haldin 22. maí (sjá myndir). Í augum flestra sem til þekkja markar reiðsýningin lokapunktinn í námi við Hestafræðideild og stundin, þegar væntanlegir reiðkennarar klæðast bláa jakkanum í lok sýningar, er fyrir mörgum jafngildi brautskráningar og koma fjölskyldur og vinir nemendanna heim að Hólum til að fagna með sínu fólki.

Valdís Björk hlaut tvær viðurkenningar

Við þetta tækifæri tíðkast að veita tvenns konar viðurkenningar: Reiðmennskuverðlaun Félags taminga­manna eru veitt þeim nemanda, sem hefur hlotið hæstu einkunn á lokaprófi í reiðmennsku. Önnur verðlaun, Morgunblaðs­hnakkurinn, eru veitt þeim nemanda sem hlýtur hæstu vegna meðaleinkunn fyrir öll reiðmennskunámskeiðin sem nemandinn hefur tekið á námsferli sínum við skólann. Í ár var það Valdís Björk Guðmunds­­dóttir sem hlaut báðar þessar viðurkenningar. Í viðtali við Helga Bjarnason í Morgunblaðinu segir Valdís: „Ég hef verið í hestamennsku frá því ég man eftir mér og öll fjölskylda mín. Hestafræðinámið á Hólum var eina námið sem mér leist á, það kom ekkert annað til greina.“... og jafnframt sagði Valdís: „Ég kynntist fullt af góðu fólki og fékk góða kennslu sem ég mun taka með mér út í lífið.“ Við brautskráningarathöfnina þann 11. júní voru að auki veitt verðlaun frá Knapamerkjakerfinu fyrir hæstu vegnu meðaleinkunn í öllum reiðkennslufræðinámskeiðum í gegnum öll þrjú árin og var það Marthe Skjæveland frá Noregi sem hlaut þau. Því til viðbótar veitti skólinn bókaverðlaun fyrir hæstu vegnu meðaleinkunn á BS prófi í reiðmennsku og reiðkennslu eftir öll árin þrjú og þau verðlaun fékk annar Norðmaður, Mathilde Espelund Hognestad.

Eftirsóknarvert fyrir ungt fólk

Hestafræðideild Háskólans á Hólum er vinsæl og eftirsóknarverð fyrir ungt fólk sem langar að mennta sig og vinna við hesta. Erlendir sem og íslenskir nem­endur sækja skólann og í haust munu 20 nýir nemendur hefja BS nám við Hestafræðideildina. Það var í framhaldi af því að Hólaskóli varð formlega háskóli árið 2007, sem var ákveðið að efla hestanámið sem fyrir var og bjóða upp á námsleið til BS-gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu. Fyrsti árgangurinn í það nám var síðan innritaður haustið 2010 og eru því átta ár síðan fyrstu nemendurnir með BS gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu útskrifuðust frá skólanum vorið 2013. Á þessum átta árum hafa útskrifast 132 nemendur með þessa BS gráðu. Þar af eru 75% konur og 43% erlendir nemendur frá alls 11 þjóðlöndum.

(Sjá nánar frétt á vefsíðu Háskólans á Hólum; https://www.holar.is/is/moya/news/brautskraningarathofn-haskolans-a-holum-11-juni-2021).

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...